Hvaða Lækjarbotna og á hvaða þjóðvegi?

"Harður árekstur varð rétt austan við gatnamótin að Lækjarbotnum á þjóðveginum í dag"

Það eru Lækjarbotnar rétt ofan Geithálss og víðar um landið. Það eru þjóðvegir um allt land. Þegar færðar eru fréttir af því að flytja þurfi fólk á heilbrigðisstofnanir á Akranesi og Blönduósi úr umferðarslysi við Lækjarbotna á þjóðveginum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi, vita sennilega fæstir við hvaða Lækjarbotna er átt og enn síður á hvaða þjóðvegi slysið átti sér stað. Vona að fólkið sé ekki illa slasað og nái sér af meiðslum sínum, en blaðamanni mbl kann ég litlar þakkir fyrir fáránlegan fréttaflutning, enn einn ganginn.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Harður árekstur við Lækjarbotna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Svolítið erfitt að segja til um það Halldór. Væntalega einhversstaðar milli Akraness og Blönduóss.

Gunnar Heiðarsson, 14.6.2015 kl. 22:52

2 Smámynd: Júlíus Guðni Antonsson

Bærinn heitir Lækjamót í Húnaþingi vestra og er við þjóðveg 1

Júlíus Guðni Antonsson, 14.6.2015 kl. 22:58

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka ábendinguna  Júlíus.

Halldór Egill Guðnason, 15.6.2015 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband