Engin áfallahjálp?

Einar seigur að að fara bara á "puttanum" það sem uppá vantaði. Sennilega notið stöðu sinnar en bara allt í lagi með það. Margur hefði kallað eftir áfallahjálp og gert mikið úr málinu, en ekki hann. Vinnur á karlinn og undirstrikar það að við eigum að treysta svona fólki fyrir landsins gagni og nauðsynjum næstu fjögur árin að minnsta kosti. Að kjósa það sem maður þekkir er ávallt gott og við ættum að hundskast til að átta okkur á því að við höfum aldrei haft það betra.  Vissulega er margt ekki gott hjá okkur, en aðrir hefðu sjálfsagt ekkert betur gert.  Þeir sem fá lengstan tímann til að laga hlutina eru sennilegastir til árangurs. Gefum þeim eitt kjörtímabil enn og sjáum hvað setur. Við höfum það svo gott að það liggur við að við ættum að skammast okkar, en alltaf viljum við meira. Undarlegur þjóðflokkur Íslendingar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hem hem og hóst hóst... langar til að segja alveg rosalega margt en þar sem ég leyfi vinum mínum að hafa þá skoðun sem þeir kjósa án þess að reyna að breyta því ætla ég að þegja... steinhalda kj.. ekki orð.. múlbinda mig niður...

ohh.. uff .. þetta er erfitt.. ég er farin..

Björg F (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hóst hóst og hum hum....mér verður ekki bjargað í þetta sinn. Búinn að xa og ligg hér í sólinni á Tenerife að bíða eftir fari til Máritaníu. Takk fyrir að hella þér ekki yfir mig Björg, en svona er þetta bara. Veit að þig klæjar sjálfsagt í fingurnar að rúlla mér upp fyrir athæfið en... cést la vive! 

Halldór Egill Guðnason, 12.4.2007 kl. 08:46

3 Smámynd: Karl Tómasson

Gott hjá Einari. Þetta minnir á dugnaðinn hjá Steingrími J eftir bílveltuna. Hörku karlar ekki satt?

Karl Tómasson, 12.4.2007 kl. 22:07

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Seigir karlar báðir tveir og spennandi að sjá hvort þeir ná saman eftir kosningar. Þeir ættu að minnsta kosti að geta "velt" sér upp úr málunum.

Halldór Egill Guðnason, 13.4.2007 kl. 04:34

5 Smámynd: Karl Tómasson

Já en þetta veltur líka á úrslitunum Halldór.

Karl Tómasson, 13.4.2007 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband