4.7.2014 | 23:04
Þegar fýkur í flest skjól...
Hið Íslenska varðskip Týr, er ekki hérlenskt skráð, sem stendur. Ástæðan er sú, að sökum endalauss niðurskurðar, hafa ríkisstofnanir þurft að gerast undirhallar erlendum verkefnum og tjalda því sem til þarf, til að halda stöðu sinni. Allt í nafni hagræðingar og sparnaðar. Ekki það að sumar stofnanir gætu hreinlega gufað upp, án þess nokkur yrði þess var, en ekki Landhelgisgæsla Íslands!
Tuðarinn getur ekki annað en dáðst að stjórnendum Landhelgisgæslu Íslands, fyrir útsjónarsemi og blákaldar ákvarðanatökur, sem tryggja hag Gæslunnar. Til Hamingju Georg og allt þitt starfsfólk. Þið eigið heiður skilinn.
Góðar stundir og kærar kveðjur að sunnan.
Varðskipið Týr undir norskum fána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.