21.2.2007 | 10:30
"Bónuskartöflumúsagangsrúllerísfréttaflutningslausnin"
Jæja, komin skýring á þessum tveimur "furðulegu" fyrirbærum sem rúlluðu eftir gólfinu í Bónus, meðan verðkönnunin var unnin af Stöð Tvö. Sennilega man enginn lengur hvort matarkarfan var ódýrari hér heima eða í Danmörku. Í það minnsta hefur afskaplega lítið verið fjallað um það. Nokkuð spaugilegt mál í alla staði og sýnir í raun að það er full þörf fyrir skemmtilegar "ekki fréttir" annað veifið, til að létta brún landans. Alveg nóg af slæmum fréttum allan ársins hring og bara gaman fá svona umræðu inn á milli. Sýnir líka vel hve þvældur og teygður fréttaflutningur um sömu mál dag eftir dag, stendur höllum fæti þegar eitthvað jákvætt kemst í loftið. Fréttamenn og fréttmiðlar landsins ættu að hafa það að "mottói" að koma með a.m.k. 2 - 3 góðar og skemmtilegar fréttir á viku. Við neytendur förum ekki fram á mikið annað en að það sé hægt að brosa og hfa gaman af fréttum annað veifið. "Bónuskartöflumúsagangsrúllerísfréttaflutningslausnin" kallar vonandi á fleiri gamansama leyndardóma til að glíma við á næstu dögum og vikum..
Stóra kartöflumúsarmálið leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.