Heima um jólin?

Enn á ný er Tudarakvikyndid komid sudur á hjara veraldar. Eftir 46 klukkustunda samfellt ferdalag til Ushuaia, sydst í Argentínu, var ekki laust vid ad hrollur faeri um kroppinn, thegar vid blasti alhvít jörd og frostid beit í kinn á léttklaeddum Íslendingnum, nýkomnum ad heiman, sólbrúnum og saellegum, eftir eitthvert besta sumar sem um getur á sudvesturhorninu. Aldeilis frábaert sumar og svo hlýtt, ad elstu menn muna ekki neitt. Já, bara sérldeilis yndislegt, svo ekki sé fastar ad ordi kvedid. Hér í Patagoniu og reyndar vídar í Sudur-Amreíku hefur veturinn hins vegar verid einn sá kaldasti í manna minnum og svo kaldur reyndar, ad hér muna elstu menn heldur ekki neitt, eda eru frosnir í hel. Grínlaust hafa margir látid lífid sökum kulda og vosbúdar, enda húsakostur hrörlegur hjá mörgum, eda jafnvel í ekkert húsaskjól ad venda er vedur gerast válynd. Hér á víst ad heita ad vorid sé á naestu grösum, en engin merki sjást um thad, enn sem komid er. 

Daginn eftir komuna hingad var haldid út á hafid bláa og nú erum vid komnir á veidar um 200 sjómílur SSV úr Malvinaseyjum og hédan eru ekki nema um 500 sjómílur til Sudurskautslandsins. Kuldinn er líka eftir thví, thar sem hér blaes yfirleitt af sudvestri allan ársins hring, svo ad segja. Sér varla út úr augum fyrir snjókomu og dekkid ordid hálffullt af albatrosum og ödrum fidurfénadi, sem fatast flugid vegna ljósanna á skipinu og snjónum. Einn úr áhöfninni thegar saerdur, eftir ad albatros hrapadi á hausinn á honum. Thad er nefnilega ekkert grín ad fá albatros í hausinn get ég sagt ykkur. Vaenghafid einn fadmur, (einn og hálfur hjá Manolo adstodarkokki sem er ekki nema 1,40m) og fuglinn sennilega um 5-6 kíló, eda eins og gódur kalkúnn. Áhafnarmedlimurinn hefur thad tholanlegt eftir atvikum, en albatrosinn fórst vid áreksturinn, svo hardur var hann.

Edgardo vinur minn er alltaf jafnspraekur og laetur daeluna ganga vidstödulítid, eins og hans er von og vísa. Sá kann nú ad segja frá, "mama mía". Svei mér ef hann veit ekki meira um gosid í "Jafadllajudlli" en ég, en kannski meira um thad seinna. Hér vorar vonandi fljótlega og nú er einungis spurning um, hvort madur naer ad vera heima um jólin og áramótin, en thad fer allt eftir thvi hvernig gengur í veidiferdinni. Bestu kvedjur hédan ad sunnan og vonandi endist sumarid langt fram á haust.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég hlakka til að lesa bloggið um Edgardo og visku hans um Jafadllajudll. 

Anna Einarsdóttir, 2.9.2010 kl. 11:34

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég varð að fletta upp þessu staðarheit, hef ekki heyrt þetta svæði nefnt fyrr.

Þetta fann ég: http://www.icelandonline.is/ferdaheimurisl/argentina_patagonia.htm

Marga langar til að fara í burtu frá Íslandi þessi misserin - en fyrr má nú rota en dauðrota drengur! Þú ert laaangt í burtu.

Marta B Helgadóttir, 3.9.2010 kl. 15:15

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

og fann svo þetta líka:

http://www.youtube.com/watch?v=y0jlOF7Bci8&feature=player_embedded

og er þí einhverju nær

.

Sonur minn var í 6 mánuði í Buenos Aires árið 2003 sem skiptinemi að læra spænsku. Það voru lengstu 6 mánuðir sem mömmuhjartað hefur upplifað. Ég var þunglynd allan tímann og reyndi bara að komast skikkanlega í gegnum þennan tíma. Svona er það þegar maður á bara eitt barn, maður verður svo háður. Hjá honum var auðvitað hellingur að gerast og tíminn fljótur að líða. Þetta varð þroskaferli fyrir okkur bæði.

Ég vona innilega að þér líði vel þarna Tuðari góður og fjölskyldu þinni líka sem væntanlega er heima. Að sumu leyti máttu prísa þig sælan að vera í burtu.

Marta B Helgadóttir, 3.9.2010 kl. 15:26

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

..æ ..innsláttarvillur  ...sorry 

Marta B Helgadóttir, 3.9.2010 kl. 15:32

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hér er hinsvegar svo hlýtt ennþá að ekki bara elstu menn muna ekki eitt, það liggur við að maður sé sjálfur hálf minnislaus af lognmollu og hita. Á norður og austurlandi er hitabygja að hausti, eins konar "Indian summer". Í Ásbyrgi kl 9 í gærmorgun var 20 stiga hiti og 18 stig inn á Húsavík. Í September. Systir mín er leiðsögumaður innanlands og var þarna með hóp af vel flís og lopa-dúðuðum túristum.  Hitastigið er sem sagt afstætt eins og margt annað. Það fer eftir upplifun hvers og eins meira en eftir hitamælunum

Marta B Helgadóttir, 3.9.2010 kl. 15:40

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Anna.: Thad vaeri haegt ad skrifa heila bók um Edgardo og madur á fullt í fangi med ad "nótera hjá sér gullkornin hans. Vonandi ratar eitthvert theirra á bloggid naestu vikur. Naegur er jú tíminn.

Marta.: Já, thetta er eins langt í burtu og haegt er ad komast, ef frá eru taldar vinnubúdirnar á Sudurskautinu sjálfu. Fjarvistirnar vid fjölskylduna eru erfidar, tek undir thad, en er samt mun rólegri vegna thess ad thad er ég, en ekki thau sem eru hér Sumarid á Íslandi.....hvad getur madur sagt? Stórkostlegt og vonandi ad haustid verdi thad líka. Reyndar finnst mér sumrinu sjaldnast ljúka fyrr en í lok september á Íslandi.

Halldór Egill Guðnason, 4.9.2010 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband