Harpa og Landeyjahöfn.

Tvær stórframkvæmdir, sem nú er unnið að og mun senn ljúka, eru í huga Tuðarans einhverjar mestu ruglframkvæmdir, sem ráðist hefur verið í. Annars vegar er það glerkassinn við höfnina, sem hlotið hefur nafnið Harpa og hins vegar hafnargerðin í Landeyjarhöfn. Báðar framkvæmdir þessar munu verða ómældur baggi um ókomna tíð. Landeyjahöfn vegna óöryggis og sandburðar og Harpan vegna þess að hún mun þegar upp verður staðið, einungis mala gull fyrir gluggaþvottamenn. Allt tal um verðmæti menningargildis og annað kjaftæði mun aldrei skila neinu fyrir neinn. Að minnsta kosti ekki hinn almenna borgara. Þar að auki spáir Tuðarinn því, að glerverkið sem nú er verið að smyrja inn í stálramma sem smíðaðir voru í Kína. muni hrynja! Uppbygging þessa heljarglerverks er einhvernveginn svo glannalegur, að mér er ómögulegt að sjá að burðarþol sé nægt til að bera þetta. Lélegt kínverskt stál og þúsund tonn af gleri eru ekki góð blanda. Hvet menn til að fara varlega í kringum þetta prjál allt saman. Stálrammarnir eru jú þegar farnir að ryðga og ekki spurning hvort, heldur hvenær stórslys verður í þessu ruglverki öllu saman. Lifið heil og gleðilega Verslunarmannahelgi, kæru landsmenn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband