28.3.2010 | 15:36
Rýrt traust Íslendinga á Íslendingum?
"Hann segir að traust Íslendinga á hver öðrum hafi rýrnað í kjölfar hrunsins." Thad er grídarlegur fengur ad svona íhlauparádherrum sem nota hvert taekifaeri sem gefst til ad tala hér flest til Heljar. Ekki veit Tudarinn hvadan hann hefur thessa visku sína, en mér segir svo hugur ad their sem thjódin hafi helst misst allt sitt traust á, séu fyrst og fremst stjórnmálamenn. Almennir Íslendingar bera vonandi enn fullt traust til annara almennra Íslendinga, thó fólk geti vissulega greint á um ýmsa hluti. Thví midur virdast stjórnmálamenn hins vegar ekki gera slíkt hid sama. Núverandi stjórn virdist meira umhugad um ad thjódfélagssvídingar efnahagshrunsins haldi áfram spilum sínum á hendi og fái hér ad hefja sukkid upp á nýtt. Med afskrifada hundrudi milljarada króna, allt "on the house" undir verndarvaeng hins opinbera. Flestir medlimir stjórnarandstodunnar eru engu skárri, thar sem hvert taekifaeri er notad til lýdskrums og yfirklórs yfir hálfvitahátt, spillingu og sofandahátt undanfarinna ára. Thingheimur allur er rúinn trausti og vaeri óskandi ad samkundan vaeri látin víkja, eins og hún leggur sig og skipud hér utanthingsstjórn hid fyrsta, sem samanstaedi helst af fólki sem aldrei hefdi á Althingi setid. Tudarinn er hins vegar alveg hardákvedinn í ad halda áfram ad treysta elskulegum samlondum sínum, hér eftir sem hingad til og laetur ekki svona kjaftaedi hafa nein áhrif á thad. Áfram Ísland!
Gylfi telur Ísland muni uppfylla skilyrði evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.