28.8.2021 | 07:31
Kenninafn í kyngreiningaróvissu.
Þegar mjög fámennur hávær hópur er farinn að hafa slíkan slagkraft í allri opinberri umræðu, að ekki megi lengur kalla nýfædd lítil börn drengi eða stúlkur, er eitthvað mikið að. Kenninafn, hvað í ósköpunum er það? Á hvaða leið er samfélagið eiginlega?
Er ekki kominn tími til að spyrna aðeins við fótum í þessari blessuðu kynjaumræðu allri, eða verður manni legið á hálsi fyrir að voga sér að hafa orð á þessu? Vel má vera að sá er þetta ritar sé sá eini sem farið er að blöskra þessi endaleysa, en þegar ekki má einu sinni tala lengur um litla drengi og stúlkur, móður og föður, mann og konu, án þess að fá ákúrur fyrir, er fokið í flest skjól almennrar skynsemi.
Það er einnig sorglegt að sjá hve fjölmiðlar og opinberar stofnanir dansa með, eins og vel sést á þessu nýjasta útspili Þjóðskrár. Enginn þorir lengur að andmæla neinu í þessum efnum og sá, séð eða sáð, sem vogar sér það, er umsvifalaust ataður, ötuð eða atað tjöru og fiðri stráð í umræðunni.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Ekki lengur nýskráð sem stúlka eða drengur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |