4.8.2020 | 21:02
Samt er kvartað og kveinað.
Hvort þessi könnun er marktæk, eður ei, er ávallt gaman að sjá að á okkar landi skuli fólki almennt líða vel og þar sé almenn velmegun og öryggi í fyrirrúmi. Margt má betur fara í samfélagi okkar, en þegar á heildina er litið er sennilega hvergi betra að vera en á Íslandi.
Þvi vekur það furðu þegar fólk sér sig knúið til að níða skóinn af því góða landi sem við byggjum og mælast til þess að þjóðin ráði sér ekki lengur sjálf, heldur skuli seld undir embættismannavald suður í bulluseli.
Þeim sem þannig hugsa væri hollt að taka smá rúnt um veröldina og kynna sér aðstæður á hinum ýmsu landsvæðum. Byrja á Afríku, taka síðan Asíurúnt og enda að lokum hér í Suður-Ameríku.
Hafandi ekki tekið þennan rúnt, ættu þeir sem hæst gaspra um ómögulegheit Íslands að grjóthalda kjafti.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Ísland besta landið til að stofna fjölskyldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)