2.4.2020 | 00:43
Ó, þú sturlaða veröld!
Í sýrlandi hafa fleiri fallið en sem nemur öllum íbúum Íslands. Í Afganistan og Írak eru tölurnar á reiki, en án efa svo stórar, að sennilega mun aldrei fást úr því skorið hve margir féllu og falla enn. Í Jemen eru hundrað þúsund manneskjur fallnar í átökum, sem Saudi Arabía bombar dag hvern, með stuðningi BNA, í formi nútímavæddustu drápstóla sem völ er á. Landið er við það að standa frammi fyrir algerri eyðingu, en enginn tekur eftir því lengur.
Milljónir farast úr hungri og vosbúð ár hvert, en vesturlönd snúa sér ávallt á hina hliðina. Stinga dollar í söfnunarbauka og telja samviskunni borgið. Svona yfirleitt í kringum jólin, svo eyðsluruglið verði ekki eins áberandi. Fínt að geta gefið af sér, ekki satt? Þetta er jú að gerast langt frá okkur!?
Fjölmiðlar vesturlanda hafa algerlega gleymt öðrum hörmungum heimsins, því veira hefur gert strandhögg inn í hin helgu vé þægilegheitanna. Það fer nánast sami tími í fréttaflutning af hörmungum mannskepnunnar í þessum faraldri og ástandinu á hlutabréfamörkuðum! Er hægt að gerast geggjaðri?
Það er nú einu sinni þannig, að enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Það þarf ekki alltaf púður og skotvopn, til eyða samfélögum, eða lama þau. Það er hægt að stöðva loftárásir, en skaðleg veira er öflugri en nokkurt vopn. Hvernig hún fer af stað, er hinsvegar rannsóknarefni.
Í Afríku, Indlandi og öðrum fjölmennum svæðum, munu á næstu vikum og mánuðum, ef fram fer sem horfir, falla fleiri manneskjur, en í öllum stríðum og fellum mannkynssögunnar til þessa.
Tough times´s ahead
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Fjöldi smita nálgast milljón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |