Ó, þú sturlaða veröld!

 Í sýrlandi hafa fleiri fallið en sem nemur öllum íbúum Íslands. Í Afganistan og Írak eru tölurnar á reiki, en án efa svo stórar, að sennilega mun aldrei fást úr því skorið hve margir féllu og falla enn. Í Jemen eru hundrað þúsund manneskjur fallnar í átökum, sem Saudi Arabía bombar dag hvern, með stuðningi BNA, í formi nútímavæddustu drápstóla sem völ er á. Landið er við það að standa frammi fyrir algerri eyðingu, en enginn tekur eftir því lengur.

 Milljónir farast úr hungri og vosbúð ár hvert, en vesturlönd snúa sér ávallt á hina hliðina. Stinga dollar í söfnunarbauka og telja samviskunni borgið. Svona yfirleitt í kringum jólin, svo eyðsluruglið verði ekki eins áberandi. Fínt að geta gefið af sér, ekki satt? Þetta er jú að gerast langt frá okkur!?

 Fjölmiðlar vesturlanda hafa algerlega gleymt öðrum hörmungum heimsins, því veira hefur gert strandhögg inn í hin helgu vé þægilegheitanna. Það fer nánast sami tími í fréttaflutning af hörmungum mannskepnunnar í þessum faraldri og ástandinu á hlutabréfamörkuðum! Er hægt að gerast geggjaðri?

 Það er nú einu sinni þannig, að enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Það þarf ekki alltaf púður og skotvopn, til eyða samfélögum, eða lama þau. Það er hægt að stöðva loftárásir, en skaðleg veira er öflugri en nokkurt vopn. Hvernig hún fer af stað, er hinsvegar rannsóknarefni. 

 Í Afríku, Indlandi og öðrum fjölmennum svæðum, munu á næstu vikum og mánuðum, ef fram fer sem horfir, falla fleiri manneskjur, en í öllum stríðum og fellum mannkynssögunnar til þessa.

 “Tough times´s ahead”

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Fjöldi smita nálgast milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

´´smá viðauki´´

 ´´ Ég hef hlustað svo oft á hin hljóðu tár,

hin hljóðu tár, sem í myrkrinu falla,

svo harmþrungin  vonlaus og veik og þjáð,

eins og veiks manns stuna, sem heyrist varla.

 Gegnum áranna þyt,  gegnum aldanna nið,

frá upphafi heyrðist sá vonlausi  rómur,

eins og bölvunar orð yfir breyskum lýð,

eins og bannfæring guðs eða skapadómur.

 Þau falla svo hægt, þessi hljóðu tár,

þessi hljóðu tár út í myrkrinu svarta,

samt tákna þau þjáning  hins þrautpínda lýðs,

og þjáning og kvalir í mannlegu hjarta,

samt boða þau hefnd fyrir böl og skort,

og bölvun yfir heimsbyggð alla.

 Og þau brenna af hatri, hin hljóðu tár,

 hin hljóðu tár, sem í myrkrinu falla.

 Þau streyma, þau streyma svo brennandi beisk,

 með brimsins gný gegnum rúm og tíma.

 Hvort kúgarinn lifir, eða kúgarinn deyr,

hún kemur nú bráðum, sú úrslitaglíma.

 Þau falla, þau falla, hin hlóðu tár,

eins og fórnir til lífsins í myrkrinu svarta.

 Og þau  boða hefnd fyrir bölvun og kvöl,

sem var brennd, sem bar brennd inn í mannlegt hjarta.

 Steinn Steinarr.

Halldór Egill Guðnason, 2.4.2020 kl. 04:28

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hrikalegt er þetta líf nafni minn að sunnan. 

Getum við get eitthvað eða ekkert?

Halldór Jónsson, 3.4.2020 kl. 03:45

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Við lifum nafni, við lifum, en umfram það er slagkraftur okkar ekki stór.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.4.2020 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband