Lifi embættismannakerfið!

 Bæði formaður Sjálfstæðisflokksins og nýkringdur ritari höfðu á orði á þessum fundi, að fylgið mætti vera meira. Formaðurinn dásamaði efnahagslegan uppgang, þrátt fyrir mótstraum, en gat þess í leiðinni að sjaldan hefði verið betur hlúð að embættismannakerfinu og öðrum hópum.

 Mótsögnin í þessari þvælu er slík, að hinum almenna Sjálfstæðismanni liggur við uppsölum, ef ekki iðrakveisu. Báknið vex á ógnarhraða, fyrir augum forystunnar og að hennar tilstuðlan. Bákn embættismanna, sem beinlínis fjarstýrir réttkjörnum fulltrúum þjóðarinnar til að stimpla, samþykkja og þegja undir oki erlends valds.

 Þeir þarna í útlöndum hljóti jú að vita allt betur og allt sem frá þeim kemur, hljóti að vera hinn heilagi sannleikur og ef við ekki sitjum, skríðum eða jafnvel leggjumst í skítinn, undir þeirra regluverki, muni Ísland farast.

 Óttinn við að gera ekki eins og embættismennirnir skipa er orðinn slíkur, að jafnvel forysta Sjálfstæðisflokksins er búin að gera í buxurnar af ótta við óskapnaðinn, sem hún skapar meir og meir, með degi hverjum. 

 Ótta við hvað?

 Jú stólinn.

 

 Aldrei í sögu Sjálfstæðisflokksins hefur ritari hlotið snautlegri kosningu. Til hamingju Jón.

 

 Hugsjón......horfin er.

 Stóllinn sem mig ber,

 gef ég ekki eftir, þar eða hér.

 

 Ég tek það sem mér ber!

 

 Hvað sem það kostar í september,

 hvort fylgið kemur, eða fer.

 

 Ég tek það sem mér ber!

 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Segir fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband