14.3.2019 | 23:31
Fullyrðingagleði.
Þórarinn rekur fyrirtæki í eigin húsnæði, sem sennilega var byggt fyrir fé frá móðurfyrirtækinu. IKEA á Íslandi greiðir þar af leiðandi enga leigu, geri ég ráð fyrir.
Kokteilsósa í dollu getur vel kostað tíkall, ef efniskostnaður einn og sér er tekinn fyrir. Hver hrærði í kokteilsósuna, hver er leigan, rafmagnskostnaðurinn, launatengd gjöld og allur pakkinn á bak við kokteilsósuskrattann? Þórarinn er orðinn helst til IKEASTUR þega hann bullar svona þvælu, eins annars ágætur og hann er, enda af afbragðsfólki kominn.
Góðar stundir, með kveðju að aunnan.
![]() |
Okrað á kokteilsósu og rauðlauk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)