Fullyrðingagleði.

 Þórarinn rekur fyrirtæki í eigin húsnæði, sem sennilega var byggt fyrir fé frá móðurfyrirtækinu. IKEA á Íslandi greiðir þar af leiðandi enga leigu, geri ég ráð fyrir.

 Kokteilsósa í dollu getur vel kostað tíkall, ef efniskostnaður einn og sér er tekinn fyrir. Hver hrærði í kokteilsósuna, hver er leigan, rafmagnskostnaðurinn, launatengd gjöld og allur pakkinn á bak við kokteilsósuskrattann? Þórarinn er orðinn helst til IKEASTUR þega hann bullar svona þvælu, eins annars ágætur og hann er, enda af afbragðsfólki kominn.

 Góðar stundir, með kveðju að aunnan.


mbl.is Okrað á kokteilsósu og rauðlauk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hver ætli efniskostnaðurinn sé á Ikea húsgögnunum? Ætli verðið endurspegli einvörðungu kostnaðinn við hráefnið?

Það væri gaman að fá svör við því frá framkvæmdastjóranum, sem rekur stærsta veitingahús landsins í ókeypis húsnæði, með ókeypis orku og væntanlega ókeypis starfsfólki líka.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.3.2019 kl. 23:50

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka innleggið Þorsteinn.

Halldór Egill Guðnason, 15.3.2019 kl. 00:11

3 Smámynd: Már Elíson

Hvaða hvatir liggja að baki því að tala niður hæfni mannsins og áhuga á að koma burtu okri og græðgi sem ríður húsum hér ? - Er ekki í lagi að menn einbeittu sér frekar í jákvæðu hliðina...eða hvað ?? - Yfirborðslegt hjal á undarlegum nótum sem vekur spurningar um viðkomandi. -

Már Elíson, 15.3.2019 kl. 10:40

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sé nú ekki annað en að spurningar Halldórs eigi fullan rétt á sér. Efniskostnaðurinn einn og sér er nú gjarna brot af endanlegu vöruverði, hvort sem um er að ræða veitingar eða húsgögn. Meira að segja Karl Marx gerði sér grein fyrir því.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.3.2019 kl. 12:03

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Undarleg athugasemd , Már Elísson. Ber mikla virðingu fyrir Þórarni og hans góðu vinnu. Er ekki að mæli okri bót og því síður að rakka niður Þórarinn. Það þarf hinsvegar að gæta sanngirni í umræðunni og taka tillit til allra þátta. Ef þú ættir kokteilsósuverksmiðju myndir þú selja allt á hráefniskostnaðarverði? Að baki þessari spurnijgu liggja engar óeðlilegar hvatir.

Halldór Egill Guðnason, 26.3.2019 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband