Rúvið og "Skrækur Skellibjalla"

 Að horfa á vikulokin með Gísla skræk í kvöld, fyllti mig viðbjóði. Þetta skrækróma skellibjöllufyrirbæri skeit svo rækilega upp á bak í kvöld, að sjaldan hefur nauðungaráskrift minni verið boðið upp á annað eins andskotans rugl. Fjórir gestir á setti og einn þeirra augljóslega til þess eins fenginn að vera skotspónn, sem nota átti til niðurlægingar. Tættur  sundur og saman, en tók ekki eftir því, enda mun "gáfaðra og fallegra fólk" í hinum þremur stólunum, auk skræksins í forsvari, sem skeit feitt í brók í kvöld. Ég neita hreinlega, sem þrjúhundruð og þrjátíu þúsundasti hluthafi í RÚV að láta bjóða mér upp á svona andskotans vitleysu! Gott ef maður krefst ekki stjórnarfundar! (Sennilega of smár til að beyðast slíks, enda ekkert og verð ávallt ekkert, hvort sem mér líkar betur eða ver. Mun ávallt líka ver.)

 Fíflagangurinn í þessum þætti, auk vanvirðingar við viðmælendur sína, ætti að nægja til að henda þessu skrækróma, nánast óþolandi fyrirbæri, sem Gísli er, út í hafsauga og hlífa þjóðinni við því að horfa upp á það hve illa fjármunum hennar er varið í svona þvæluþætti "rétthugsandi fólksins". Fólks sem telur sína lífssýn vera þá einu réttu og þar með skotleyfi gefið á alla, sem hugsa, eða haga sér öðruvísi en þetta sjálfumglaða "vér einir vitum" pakk.

 Nógu er nú sóað á degi hverjum af skattpeningum okkar í andskotans dellu, svo ekki bætist í ofanálag þáttur eins og þessi. Þáttur fullur af virðingarleysi gagnvart ólíkum skoðunum, en jafnframt nánast dólgslegri framkomu við andstæðar skoðanir, gjörsamlega óþolandi þáttarstjórnanda.

 "Hlutlaus miðill?" Hoppið upp í ....gatið á ykkur!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


Bloggfærslur 6. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband