15.10.2015 | 13:14
Er búið að dæma?
Það er misjafnt hve saksóknarar eru viljugir að tjá sig um einstaka mál. Oftast nær gefa þeir ekki mikið upp, meðan á rannsókn stendur, enda getur það skaðað meðferð mála, sem eru í vinnslu. Í þessu tilfelli er búið að kæra, en ekki liggur enn fyrir hver upphæðin er, sem kært er fyrir undanskot á. Rannsókn hvergi nærri lokið, en saksóknari tjáir sig um málið eins þetta sé nánast afstaðið. Þetta geta varla talist góð vinnubrögð. Hvernig má það vera að ákæruvaldið gasprar í fjölmiðla í miðri rannsókn og gefur eitthvað til kynna, sem jafnvel stenst síðan ekki að lokum? Þetta eru fáheyrð vinnubrögð og embætti "Sérstaks" engan veginn til framdráttar. Það þarf ekki lögfróða til að sjá það, eða hvað?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Fjárhæðin mun hærri en talið var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |