Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hæstu niðurföll í heimi?

Íslenskir iðnaðarmenn hafa um langa hríð verið taldir harðduglegir, útsjónasamir og áræðanlegir. Ég hef ekki dregið þetta í efa, frekar en margir aðrir og talið að á Íslandi viðgengist eitt besta og áræðanlegasta verklag við byggingu húsa og annara mannvirkja. Flestöll hús á Íslandi eru vel byggð og handbragð allt til fyrirmyndar. Það ber þó sennilega skugga á þetta, ef litið er yfir frágang og vinnubrögð sem viðhöfð voru hér á landi, meðan þjóðin hélt að hér ríkti þvílíkt góðæri, að hvert einasta mannsbarn í landinu nánast ældi peningum. Byggingahraðinn jókst með slíkum ofsa, að flytja þurfti til landsins ómældan fjölda erlendra verkamanna, til að hafa undan við að koma hér upp hverju stórvirkinu á fætur öðru, algerlega burtséð frá því hvort þörf var á þessu öllu saman, eður ei. Afleiðingarnar hafa verið að koma í ljós að undanförnu í hverri nýbyggingunni á fætur annari og sér vart fyrir endann á því. Hætt við að gríðarlegar skemmdir eigi eftir að koma í ljós á næstu árum og áratugum sem rekja má til klikkunarinnar og kapphlaupsins um að koma húsnæði upp úr jörðinni á mettíma, um nokkura ára bil. Svo mikið var byggt, að sennilega þarf ekki að byggja eina einustu íbúð á höfuðborgarsvæðinu næstu tvö til þrjú árin, eða jafnvel lengur, ef fólksflótti færist eitthvað í aukana. Eitt nöturlegasta dæmið um ömurlegan frágang í nýju húsnæði undanfarin ár og nokkurskonar samnefnari fyrir alla delluna er sá hlutur sem neðst á að liggja í hverju rými þar sem vatni skal veita burt, þ.e.a.s. niðurföll. Íslendingar geta semsagt státað af HÆSTU NIÐURföllum í heimi og er tuðarinn nokkuð viss í sinni sök, er hann heldur því fram að þar sé um algert heimsmet að ræða. "Down the drain" er nánast óþekkt fyrirbæri í alltof mörgum nýbyggðum húsum, því miður. Lýkur þar með tuði dagsins, en við tekur vatnsaustur UPP í niðurfallið á baðinu. Góðar stundir.

Asparfrjóatuð!

Aspir geta verið fögur tré. Fljótvaxnar og tilvaldar fyrir þá sem ekki nenna að bíða í fimmtíu ár eftir almennilega hávöxnum trjám í sínum garði. Í minni götu er ógrynni aspa og það ekkert smáar. Reyndar svo háar að þær byrgja mér orðið alla sýn til Snæfellsjökuls og nágrennis yfir sumartímann og langt fram á haust. Nú stendur yfir "frjólosun" hjá þessari andsk..... óværu og er gatan öll og garðurinn minn eins og skíðasvæði yfir að líta. Búinn að myndast við bera fúavörn á sólpallinn og húsið en varð að játa mig sigraðan fyrir sviffrjóum asparinnar í gær. Það sem ég vildi að væri með tekk lit, er orðið eins og hvítt ríateppi og enginn tilgangur að halda þessu áfram. Hér er ekki snjókoma, hér er frjókoma! Farið að safnast í skafla og tæpast hægt að dvelja utandyra fyrir þessari óværu. Gott ef skellur ekki á skafrenningur af þessum andskota, ef hreyfir vind. Vitin full af hálfgerðri bómull og liggur við að maður snýti túrtöppum! Aspir eru fallegar, en þetta er einum of. Farinn að hugsa til þeirra eins og blessaðs mávsins og lúpínunnar.: Allt er gott í hófi, en fyrr má nú andsk.....! Ætti að vera í einhverjum reglugerðum að tré mættu ekki verða hærri en húsin sem þau standa við og allar aspir skuli fella, er þær ná tuttuga ára aldri. Ég hef þegar fellt ellefu stykki í mínum garði. Atsjú.

Einkavinavæðing framundan?

Nei sko, er ekki komið fyrirtæki sem vert er að setja í söluferli og einkavinavæðingu? Það má ekki gerast að eign í eigu ríkisins skili hagnaði! Þetta verður að selja og það hratt. Fjarskiptin, menntunin, heilsugæslan, fiskurinn, orkan og allt það sem þjóðin hefur í sameiningu byggt upp í gegnum tíðina fór fyrir lítið á sínum tíma. Þökk sé einkavinavæðingunni, sem seinna datt í hendur annara en einkavinanna. Nú er okkur sagt að eitthvað sé farið að hjarna yfir Landsbankanum og hann jafnvel farinn að skila hagnaði! Hvernig er þessi hagnaður til kominn og hver á að njóta hans? Það gengur að sjálfsögðu ekki að hinn almenni borgari geri það, eða hvað? Hvert ætli næsta útspil Þistilfjarðarkúvendingsins og Silfurskottunnar verði við þessum tíðindum? Hvað ætli sé búið að ákveða í reykfylltum herbergjum núverandi ríkisstjórnar um framtíð Landsbankans. "Opið, gegnsætt og upplýst söluferli" eða áframhaldandi eign þjóðarinnar á þessari einu stóru innlendu fjármálastofnun, sem með skynsamlegri stjórnun gæti sennilega stoppað aðeins upp í hið mikla Icesave gat. Íslendingar geta aldrei vikist undan því að greiða lágmarksinnistæðuupphæðir Icesave reikningannna, en með sæmilegri stjórn á þessum banka og skynsamlegum útspilum ráðamanna ætti að vera hægt að lágmarka skaðann.

Að lokum smá orðalagsgagnrýni.:

  "Bankinn segir að gengisþróun hafi verið hagfelld á tímabilinu og skipti miklu um arðsemina."

Orðalag þessarar setningar er á þann veg að það setur að manni ugg um að orðagjálfur og útúrsnúningar verði hér eftir notaðir til að rugla okkur í rýminu. "Hagfelld"....Hvur andskotinn er það eiginlega? Bankinn segir gengisþróun hafa verið hagstæða" hefði verið mikið nær að segja. Því fleiri orð eða nýyrði sem notuð eru um einfalda hluti, því grunsamlegri sýnist manni skilaboðin vera og jafnvel verið að ljúga að manni, en nú hef ég sjálfur notað "manni" oftar en góðu hófi gegnir og enda hér með tuðið.

Niðurstaðan er einföld.: Það er skítalykt af þessu öllu saman.  
 


mbl.is 8,3 milljarða hagnaður Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirsjá af hverju?

Ekki getur Tuðarinn gefið Stefaníu stjórnmálafræðingi háa einkunn fyrir frekar undarlegan eftirmála að afsögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Sér Stefanía svona mikið eftir mútuvæddum stjórnmálamönnum eða hvað er það eiginlega sem hún saknar? Sem álitsgjafi virkar blessunin svona álíka sannfærandi og Hannes Hólmsteinn í vörn fyrir frjálshyggjuna. Sem sagt---ZERO. Tuðarinn saknar þess hins vegar mest að ekki skuli fleiri, sem þegið hafa mútur, segja af sér. Gísli Marteinn, Dagur B.,Guðlaugur, Steingrímur J., Jóhanna .... og hvað þetta fólk heitir allt saman. Hvar í flokki sem það stendur, ber öllu þessu fólki að hverfa af braut stjórnmálanna, hvort heldur kosið er til sveitarstjórna eða Alþingis. Megi góða veðrið síðan leika við landsmenn alla og gefa þeim almennilegar sveitarstjórnir. Kjósið bara það sem ykkur sýnist. Dæmið sveitar og bæjarstjórnir af verkum þeirra, en í allra vætta lengstu lög, ekki hlusta eða taka mark á misvitrum eða jafnvel tæpum stjórnmálafræðingum eða endurunnum morgunblöðum við ákvörðunina. Lítið bara í kringum ykkur í bænum ykkar og fyrir alla muni höldum þessu utan við ICESAVE og annað kjaftæði.
ÁFRAM ÍSLAND!
mbl.is Eftirsjá af Steinunni Valdísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er krían mín?

Tuðarinn hefur starfað í syðsta hluta Argentínu undanfarið, á sjó. Fyrir einhverju síðan bloggaði ég um kríuræfil sem sennilega var á leið til Íslands, ásamt félögum sínum, fra Tierra Del Fuego (Eldlandinu) sem er syðsti hluti byggðs bóls, á jarðarkúlu vorri. Bað ég landsmenn um að senda mér línu ef sæist til einnar kríu með snúinn bláan fót og voru viðbrögðin slík, að tvær yndislegar manneskjur lofuðu að láta mig vita er þær lentu, án þess þó að "involvera" þá bláfættu. Önnur í Borgarnesi, en hin á Selfossi, eftir því sem ég kemst næst, án þess að sýnast einhver "stalker". Hún er allavega nálægt samkomusal og er ekkert sérlega vel við einhvern þvaglegg.

Það var eiginlega ekki gert ráð fyrir að ég kæmi heim fyrr en um miðjan maí, en sökum bilunar í búnaði skipsins, var kvikyndið sent mánuði fyrr heim, enda ekkert við að vera fyrir fullfrískan íslending á heimsenda í margar vikur, meðan viðgerð færi fram. Kom heim í síðustu viku, á föstudegi og það var náttúrulega ekki að spyrja að móttökunum. Það slokknaði á eldgosinu á Fimmvörðuhálsi, sem ég hafði hlakkað svo til að sjá! Varla voru glæðurnar þó að fullu slokknaðar, en nýtt og enn öflugra gos hófst og nú í alvöru eldfjalli, en ekki einhverju 4x4 helgarferðarquickloookræmu. Nú gýs og gýs og askan fer víða og tefur margan ferðalanginn, sem hyggst fljúga þetta, eða fljúga hitt. Þar sem ég slapp heim án teljandi vandræða, ef frá eru talin um það bil sjö samtöl við óþolandi breska öryggisfulltrúa hennar hátignar, um hvert ég væri að fara og hvaðan ég væri að koma og hvers vegna farangur minn væri svona lítill miðað við þetta og hitt og svo bla bla bla. ..Heathrow flugvöllur er VERSTI flugvöllur veraldar og rétt að sneyða með öllu framhjá þessum ömurlegheitum, ef fólk er að fara í frí að minnsta kosti. Það er mjög lítið mál að eyðileggja frí á Heathrow flugvelli! Ég vona hins vegar að þetta ástand vari svona sirkabát og hérumbil eina viku enn......svo krían mín eigi von um að komast alla leið heim.. Ég meina... getið þið ímyndað ykkur háloftahrærivélina sem fer af stað, þegar grænt ljós verður gefið á flug í Evrópu aftur? Það á ekki einn einsati farfugl "sjéns" í því brjálæði.! Það verður dúnn um alla Evrópu og þá þarf að stoppa allt flug á ný, því það er nokkuð ljóst að hvergi á byggðu bóli er til viðbragðsáætlun við "of miklum dún í háloftunum".
Karlinn hins vegar sprækur, kominn heim og orðinn "starfsmaður á bakvið" á ný. Elskurnar mínar fáið ykkur meiri ís.;-)


38 tommur?

Alveg er thad med ólíkindum ad fylgjast med fréttaflutningi af thessu blessada gosi, hédan af hinum enda veraldarinnar. Engu líkara en ad hálf thjódin sé hálfberrossud eda rammvillt á sokkaleistunum uppi til fjalla ad fylgjast med hamforunum og logregla og bjorgunarsveitir hafi vart undan ad "stýra", ad thvi er virdist, tómum bjálfum um svaedid. Thad er í meira lagi skondid, en jafnframt um leid dálítid sorglet ad fylgjast med thessu. Thad er eins og ad í allri theirri miklu "vidbúnadaráaetlun" sem nú er í gangi, ríki algert stjórnleysi eda ofstjórnun á sumum svidum og módursýkin slík á koflum ad engu tali tekur. Nú á sjálfsagt ad banna ollum sem ekki aka um á bifreidum med 38 tommu dekkjum eda staerri ad fara ad gosstodvunum. Hvad er eiginlega midad vid i thessu og hver er thess umkominn ad fullyrda eitthvad um thad hvort 33, 35, 38 eda 44 tommur dugi? Er eitthvad búid ad kanna thad? Tudarinn bídur hér spenntur eftir thví ad naest komi frétt eda tilkynning um ad engum verdi hleypt fótgangandi á svaedid, nema ad vera í skóm sem séu ad minnsta kosti númer 44 eda hafi samsvarandi skósólaflatarmál. Adrir muni bara festa sig, detta, snúa sig, brjóta sig, eda á annan hátt fara sér ad voda og fái thví ekki leyfi til ad leggja i gongutúr um svaedid. Logregla og bjorgunarsveitir muni fylgjast mjog grannt med thví og snúa hverju einasta smáfaetta kvikyndi sem á vegi theirra verdur, snarlega til byggda.  

 


mbl.is Rammvilltir á Fimmvörðuhálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glórulaust rugl?

Tudarinn óskar áhofn dýpkunarskipsins góds gengis vid thetta erfida verk. Tudarinn er hins vegar einn af theim sem telur framkvaemd thessa eina thá glórulausustu sem rádist hefur verid í hér á landi. Vonandi kemur hofnin til med ad standa af sér allar raunir, en thegar SV stórstreymisstormurinn bylur naest á eyjunum Hana, Haenu og Grasleysu, vestan vid Eyjar, thannig ad thaer hverfa sjónum manna í brimrótinu, er haett vid ad stórgrýtid í hafnargardinum á Landeyjarsandi verdi sem smásteinar í klóm hafsins og skolist jafnvel langt á land upp. Vonandi er thetta bara tud í manni, en hafandi kynnst af eigin raun ógnarkrafti hafsins, tel ég hafnargerdina algert glapraedi og ekki spurning hvort, heldur hvenaer illa fer. Thad er haegt ad reikna allan fjáran út á pappír, líkonum og í tilraunatjornum, en hafid laetur ekki reikna sig svo audveldlega út og enn á thad eftir ad sýna okkur margar útgáfur sínar, sem engan hefdi getad órad fyrir. Var til daemis gert rád fyrir svipudum adstaedum og urdu í Básendavedrinu illraemda á sínum tíma, vid honnun thessa mannvirkis, eda telja menn ad svoleidis adstaedur komi bara hreinlega aldrei upp aftur? Hafandi skvett thessu tudi á blad, óska ég ollum góds gengis sem ad fraemkvaemdinni koma og vona ad thetta gangi nú allt stórslysalaust fyrir sig. Menn skulu thó fara varlega í ad selja eda taka nidur landganginn, farthegaafgreidsluna og annad sem nu tilheyrir rekstri Herjólfs í Thorlákshofn. Tudarinn spáir thvi ad áfram muni yfir 75% af ferdum Herjólfs enda thar yfir vetrarmánudina og hátt í 50% yfir sumarid. Lýkur thar med thessu rausi. Gódar stundir.   
mbl.is Erfitt verk fyrir höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rýrt traust Íslendinga á Íslendingum?

"Hann segir að traust Íslendinga á hver öðrum hafi rýrnað í kjölfar hrunsins." Thad er grídarlegur fengur ad svona íhlauparádherrum sem nota hvert taekifaeri sem gefst til ad tala hér flest til Heljar. Ekki veit Tudarinn hvadan hann hefur thessa visku sína, en mér segir svo hugur ad their sem thjódin hafi helst misst allt sitt traust á, séu fyrst og fremst stjórnmálamenn. Almennir Íslendingar bera vonandi enn fullt traust til annara almennra Íslendinga, thó fólk geti vissulega greint á um ýmsa hluti. Thví midur virdast stjórnmálamenn hins vegar ekki gera slíkt hid sama. Núverandi stjórn virdist meira umhugad um ad thjódfélagssvídingar efnahagshrunsins haldi áfram spilum sínum á hendi og fái hér ad hefja sukkid upp á nýtt. Med afskrifada hundrudi milljarada króna, allt "on the house" undir verndarvaeng hins opinbera. Flestir medlimir stjórnarandstodunnar eru engu skárri, thar sem hvert taekifaeri er notad til lýdskrums og yfirklórs yfir hálfvitahátt, spillingu og sofandahátt undanfarinna ára. Thingheimur allur er rúinn trausti og vaeri óskandi ad samkundan vaeri látin víkja, eins og hún leggur sig og skipud hér utanthingsstjórn hid fyrsta, sem samanstaedi helst af fólki sem aldrei hefdi á Althingi setid. Tudarinn er hins vegar alveg hardákvedinn í ad halda áfram ad treysta elskulegum samlondum sínum, hér eftir sem hingad til og laetur ekki svona kjaftaedi hafa nein áhrif á thad. Áfram Ísland!    
mbl.is Gylfi telur Ísland muni uppfylla skilyrði evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara fyrir afa?

Tudarinn er afi og búinn ad vera thad alllengi. Kominn vel yfir midjan aldur, í medallagi skuldsettur, rádvandur og reglufastur thverhaus sem gledst yfir litlu. Thví vard fyrirsogn thessarar fréttar thess valdandi ad Tudarahjartad tók aukaslag af einskaerri gledi vid lestur hennar. Á nú loksins ad fara ad gera eitthvad af viti fyrir "gamla" fólkid? "Afar fá skuldamál leyst med skuldaadlogun"! Munadi minnstu ad eg taeki oll slaem ord mín um núverandi ríkisstjórnarómynd til baka"med det samme", en til sárra vonbrigda rann sá hamurinn snarlega af kvikyndinu thegar fréttin sjálf var lesin. "If it´s too good to be true, it usually isn´t" og thad atti svo sannarlega vid um thessa frétt. Audvitad fá afar engan afslátt umfram adrar manneskjur af skuldum sínum og thad allra síst frá núverandi félagsmálarádherra, sem samkvaemt allmorgum yfirlýsingum sínum getur varla gengid og tuggid tyggjó samtímis. Hann er hissa á thvi ad afar fáir hafi nýtt sér skuldaadlogunina. Af hverju aetli thad sé nú, haestvirtur rádherra og haettu nú annad hvort ad tyggja eda ganga. Jú adlogunin stód einungis theim til boda sem voru í skilum. Í skilum, skilurdu? Thurftu ef til vill enga adlogun. Tharf ad stafa thetta  r  ó  l  e  g  a  svo rádherrann skilji thetta? Thad voru their sem voru í Vanskilum sem thurftu greidsluadlogun. Efast satt ad segja um ad hann skilji thetta, tho hann hendi tyggjóinu, en thad er hins vegar allt annad mál.

Bladamenn Morgunbladsins vil ég sídan bidja um ad vanda betur ordalag fyrirsagna, svo ekki sé verid ad koma af stad ótharfa vaentingum hjá vidkvaemu fólki, sem komid er á efri ár!  


mbl.is Afar fá skuldamál leyst með skuldaaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ber er hver ad baki, nema .....

"Norrænu grannríkin og sjálfstjórnarsvæðin styðja ríkisstjórn Íslands í starfi hennar við að rétta efnahag landsins við m.a. með innleiðingu áætlunar AGS og því að standa við alþjóðlegar skuldbindingar landsins. " (Thad maetti halda ad Steingrímur J. hafi samid thennan texta.)

 Med odrum ordum.: Ef Ísland leggst undir járnhael AGS og greidir Iceslave ruglid i topp, munu "fraendur" vorir koma okkur til adstodar. Mikil er sú saela ad eiga svona góda ad, ég segi nú ekki annad. Nidurstada fundarins um áframhaldandi "adgerdir" undirstrikar sídan algert tilgangsleysi svona samkunda og vaeri kostnadi vid snittufundi sem thennan betur varid í annad og uppbyggilegra. "Nordisk Samarbejd".....frusss!  


mbl.is Styðja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband