4.4.2020 | 23:54
Heimurinn og ég.
´´ Þess minnist ég, að mér og þessum heimi
kom misjafnlega saman fyrr á dögum.
Og beggja mál var blandað seyrnum keimi,
því báðir vissu margt af annars högum.
Svo henti lítið atvik einu sinni,
sem okkur, þessa gömlu fjandmenn sætti:
að ljóshært barn, sem lék í návist minni,
var leitt á brott með voveiflegum hætti.
Það hafði veikum veitt mér blessun sína
og von, sem gerði fátækt mína ríka.
Og þetta barn, sem átti ástúð mína,
var einnig heimsins barn og von hans líka.
Og við, sem áður fyrr með grimmd í geði
gerðum hvor öðrum tjón og falli spáðum,
sáum loks í ljósi þess, sem skeði,
að lífið var á móti okkur báðum. ´´
Steinn Steinarr.
2.4.2020 | 00:43
Ó, þú sturlaða veröld!
Í sýrlandi hafa fleiri fallið en sem nemur öllum íbúum Íslands. Í Afganistan og Írak eru tölurnar á reiki, en án efa svo stórar, að sennilega mun aldrei fást úr því skorið hve margir féllu og falla enn. Í Jemen eru hundrað þúsund manneskjur fallnar í átökum, sem Saudi Arabía bombar dag hvern, með stuðningi BNA, í formi nútímavæddustu drápstóla sem völ er á. Landið er við það að standa frammi fyrir algerri eyðingu, en enginn tekur eftir því lengur.
Milljónir farast úr hungri og vosbúð ár hvert, en vesturlönd snúa sér ávallt á hina hliðina. Stinga dollar í söfnunarbauka og telja samviskunni borgið. Svona yfirleitt í kringum jólin, svo eyðsluruglið verði ekki eins áberandi. Fínt að geta gefið af sér, ekki satt? Þetta er jú að gerast langt frá okkur!?
Fjölmiðlar vesturlanda hafa algerlega gleymt öðrum hörmungum heimsins, því veira hefur gert strandhögg inn í hin helgu vé þægilegheitanna. Það fer nánast sami tími í fréttaflutning af hörmungum mannskepnunnar í þessum faraldri og ástandinu á hlutabréfamörkuðum! Er hægt að gerast geggjaðri?
Það er nú einu sinni þannig, að enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Það þarf ekki alltaf púður og skotvopn, til eyða samfélögum, eða lama þau. Það er hægt að stöðva loftárásir, en skaðleg veira er öflugri en nokkurt vopn. Hvernig hún fer af stað, er hinsvegar rannsóknarefni.
Í Afríku, Indlandi og öðrum fjölmennum svæðum, munu á næstu vikum og mánuðum, ef fram fer sem horfir, falla fleiri manneskjur, en í öllum stríðum og fellum mannkynssögunnar til þessa.
Tough times´s ahead
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Fjöldi smita nálgast milljón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2020 | 23:49
Biden eða Trump?
Í nóvember verður Joe Biden, blessaður velmeinandi karlinn, búinn að gleyma því, að hann er í framboði.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Veiran eykur vinsældir Trumps og Johnsons |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2020 | 23:39
Lokið kauphöllinni !
Kauphöll Íslands er svo smá í stóra samhenginu, að það er allt að því grátlegt að fylgjast með markaðnum á degi hverjum. Aldrei lokað fyrir öll viðskipti segir forstjórinn hróðugur í viðtali og hallar sér upp að rauðu tölunum, skælbrosandi. We are always open Jíhaaaa!
Eins og sé ekki nóg að hugsa um þá sjúku, reyna að hemja veiruna og annað, sem hlýtur að teljast í meiri forgangi en verð á hlutabréfum í nokkurra króna viðskiptum. Það er alveg nóg af slæmum fréttum, þó ekki sé í ofanálag fjallað á degi hverjum um það hve þetta eða hitt fyrirtækið sé að fara upp eða niður í viðskiptum dagsins, í fáránelgri kauphöll á hjara veraldar. Kauphöll er ekki rétta orðið yfir þetta míkróspilavíti, sem er ekki einu sinni í eigin húsnæði.
Lokið þessum andskota sem fyrst og setjið upp spilakassa í staðinn. Gagnið er það sama, fyrir þjóðfélagið sem heild.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2020 | 01:41
Ekkifréttir.
Eitt hundrað og átta ára gömul kona lést í gær af völdum kóróna veirunnar. Þessi kona lifði af spænsku veikina, en féll á örfáum dögum fyrir annari kórónaveiru, rúmri einni öld seinna.
Einmitt það sem við viljum heyra. Hvað næst? Heimsmetabók Guinnes?
Uppbyggilegar fréttir, eða hitt þó heldur.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Lifði af spænsku veikina en lést vegna veirunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2020 | 23:48
Aleksander Kíelland.
Kvöldið sem Kielland fór á hliðina, var tuðarinn kornungur háseti á togara sem sigldi fram hjá þessu logandi furðuverki. Ekófisksvæðið sást úr hundrað mílna fjarlægð með berum augum, vegna afgassins sem brennt var á toppum olíuborpallanna í þá tíð. Háseti á stímvakt skildi ekki með nokkru móti hvers vegna ljósin út við sjóndeildarhringinn komu ekki fram á radarnum, hvar hann gróf höfuð sitt í gúmmítúttuna og reyndi sitt besta, til að finna út úr ljósbjörmunum, klukkutímum saman. Tímunum saman sigldum við að ljósunum, en þau virtust aldrei færast nær, svo langt voru þau i burtu.
Grettir Jósefsson stýrimaður, að vestan, fullvissaði mig um að ég þyrfti ekki að hafa nokkrar áhyggjur af þessu, þvi sem nær við kæmumst, kæmi ljósbjarminn betur í ljós og ef illa færi, væri jú stýri á skipinu. Róaðu þig drengur sagði hann og hélt kúlinu. Við sigldum framhja Ekofisk svæðinu í myrkri og það var gjörsamlega galin tilfinning kornungum tuðaranum. Logandi helvíti um allt, en samt allt í góðu lagi! Það var ekki fyrr en við vorum komnir til Cuxhaven sem við fengum fréttir af því sem gerst hafði, örfáum klukkustundum eftir að við sigldum framhjá. Hvort við hefðum gert eitthvað gagn, Grettir og ég, mun enginn aldrei vita.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
40 ár frá Kielland-slysinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2020 kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2020 | 22:09
Trump.
Það hafa margir horn í síðu Donalds Trump. Mörg horn, jafnvel flest, á hann skilin. Það er hinsvegar eitt sem karlinn hefur hamrað á, sem nú er að koma í ljós. Nefnilega það að Make America great again.
Í þessum orðum hans liggur sú hugsun að baki að útsenda ekki alla framleiðslu úr landi og þá yfirleitt til Kína. Leggja niður framleiðslu, loka verksmiðjum og segja upp ómældum fjölda fólks, því allt er svo ódýrt í Kína. Í Kína er nánast allt framleitt í dag, því það er svo ódýrt. Þetta á ekki aðeins við um fyrirtæki í BNA. Þetta á við um öll lönd. Ísland engin undantekning. Fiskur er t.a.m. fluttur héðan til Kína til vinnslu og síðan aftur til Evrópu!
Nú kemur upp skelfileg veira sem á upphaf sitt í Kína. Hvernig og með hvaða búnaði á að verjast þessari veiru frá Kína? Jú, með vörum framleiddum í Kína. Liggur við að manni sundli við að fylgjast með þessari hringavitleysu.
Vonandi kennir þessi súrealíska staða fólki og þjóðum það, að treysta frekar á eigin innviði og framleiðslu eigin landa, en ekki þrælaframleiðslu í Kína, undir ógnarstjórn einræðiskommúnismans, sem laug og lýgur enn um afleiðingar faraldursins. Það er nákvæmlega ekki nokkurn skapaðan hlut að marka upplýsingar frá Kína. Ekki eitt einasta orð!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Skipar GM að hefja framleiðslu öndunarvéla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2020 | 13:58
Ja hérna !
Sérdeilis fínt að þessir pinnar skuli hafa fundist. Maður getur hins vegar ekki annað en furðað sig á því, mitt í öllu þessu fári, að svona lagað geti gerst í birgðahaldi sjúkrahússins. Utanumhald og skráning á birgðum virðist ekki upp á marga fiska og spurning hversu víðtæk þessi óreiða er, svo ekki sé nú talað um hugsanlegan kostnað. Þarna þarf greinilega að stórbæta vinnubrögðin og það strax.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Fundu óvæntan lager með sex þúsund pinnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2020 | 03:03
Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd.
Einhverjir bestu pistlar, sem varpað er á emmbéeellið.is eru pistlar Rúnars Kristinssonar frá Skagaströnd.
Veit ekki hvort megi benda á pistla hans í rétthafakjaftæði en öllum mönnum holl lesning. Skiptir litlu hver dagurinn er.
Sú mí if jú læk Rúnar
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2020 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2020 | 21:56
Skrækur Skellibjalla á RÚV.
Eru virkilega engin takmörk fyrir því hvað þessi Skrækur Skellibjalla (Gísli Marteinn) kemst upp með að láta eins og algert andskotans fífl, í sjónvarpi allra nauðbeygðra greiðenda.?
Er þetta ekki að verða gott, með þennan skræk og gasprara, sem sökum tónsviðs raddar sinnar, gerir hvern mann brjálaðan á mettíma. KGB er þar sem hann hefði átt að starfa, í yfirheyrsluherberginu.
Leilo og Valdimar redduðu þættinum, by the way;-)
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)