11.4.2017 | 23:39
Er þang ekki sjávarafurð?
Ef þang er sjávarafurð, hlýtur það að vera sameign þjóðarinnar. Það hlýtur því að þurfa að greiða af því auðlindagjald. Samkvæmt lögum mega útlendingar ekki eiga meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi.
Hálendið, náttúruperlur og annað sem gert er að féþúfu hlýtur einnig að teljast til sameignar þjóðarinnar, en er fénýtt án nokkurra teljandi gjalda. Ekki einu sinni virðisaukaskatts.
Mjólk, brauð, bleyjur og dömubindi bera hinsvegar fullan skatt.
Er ekki Ísland dásamlega galið?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Eignast meirihluta í Þörungaverksmiðjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2017 | 23:48
Fríblaðaflopparinn gerist sósíalisti.
Fríblaðafloppari, handlangari og fyrrum senditík auðvaldsins, reynir þessa dagana að telja landsmönnum trú um að hann sé orðinn sósíalisti. Sennilega hefur sósíalismanum aldrei fyrr hlotnast sá mikli vafasami heiður, að svona mannvitsbrekka skuli telja sig til hans. Þ.e.a.s sósíalismans. Húmorisminn hefur hinsvegar náð nýjum hæðum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Sósíalistaflokkur verði stofnaður 1. maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2017 | 04:45
Þrír svíar, þrjúhundruð þúsund sýrlendingar.
Heimurinn bregst við árásinni. Þjóðarleiðtogar senda samúðarskeyti. Hörmungaratburður hefur átt sér stað, svo mikið er víst. Í hvert sinn er saklausir borgarar farast í árásum fáráðlinga, bregst heimurinn við. Heimurinn bregst hinsvegar mjög misjafnlega við, eftir því hvar saklausir borgarar farast í árásum fáráðlinga. Atburðurinn í Svíðþjóð í gær hefur ekki verið að fullu upplýstur. Hver gerði þetta, eða hver tilgangurinn var. Allar svona árásir eru forkastanlegar og þeir sem að þeim standa, eða fremja þær, eru huglausar bleyður. Umfjöllunin er jafn misjöfn og svæðaskiptingin býður uppá. Því nær OKKUR sem árásin er gerð, magnast samúðin. Því fjær sem svona ófögnuður gerist, virðast viðbrögðin hinsvegar minnka og samúðin jafnhliða. Yfir þrjú hundruð þúsund sýrlendingar hafa verið drepnir á undanförnum árum, í átökunum þar. Það hefur ekki verið slökkt á Eifel turninum í eina mínútu, vegna þeirra. Hugur allra er með aðstandendum fórnarlambanna í Gautaborg í gær, en er ekki kominn tími til að útvíkka samúðina og leggjast á árarnar til varnar frekari blóðsúthellingum fáráðlinga, víðar um heiminn? Mannslíf er jú mannslíf, ekki satt? Á staðsetning að skipta máli, er svo mikið sem eitt þeirra glatast, fyrir hendi fáráðlinga?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Heimurinn bregst við árásinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2017 | 09:55
Fjármálaráðherra, Gunnar Smári og IKEA.
Tuðarinn var ekki alveg viss um hvort tilvitnunin í viðtal Financial Times við ESB sinnann og fjármálaráðherrann, Engeyjar-Benna, eða fréttin um Gunnar Smára, fyrrum Baugshandlangara og fríblaðafloppara, um stofnun sósíalistaflokks, væru 1. apríl gabb hjá mbl.is. Var helst á því að sennilega væri grínið tvöfalt þetta árið. Því miður virðist svo ekki vera, heldur var það fréttin um nýjan IKEA klúbb. Mikið hefði nú verið betra ef IKEA grínið væri raunverulegt, en hitt bullið sett til hliðar, sem hver önnur þvæla, sem það í raun og veru er.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Óbreytt ástand óforsvaranlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2017 | 18:01
Òtrùlegt rugl.
Ekki vex àlit mitt à Hafrò, vid lestur thessarar greinar. Ein megin àstaeda thess ad makrìllinn "beygjir ekki til heagri" er sennilega sù ad Noregur er fyrir, en thad er nù ônnur saga og ofan skilnings Hafrò prelàta."Hitastig og àta hafa ekki àhrif, en hitastig heftir ùtbreidslu hans".
Adra eins thevrsagnathvaelu er varla haegt ad hugsa sèr, en jafnframt à pari vid adra dellu, sem frà stofnuninni kemur. Ef thetta er sìdan fjôltjòdleg nidurstada, sem ICES byggir sìna ùtreikninga à og metur veidithol og kvòta eftir, er varla ad undra ad nàkvaemlega ekkert er ad marka thetta rugl. Um thad geta eflaust òtalmargir, sem stundad hafa veidar à makrìl tekid undir. Exel reiknikùnstir ICES og àhangenda theirra hafa stòrskadad thjòdarbùid àrum saman og tìmi til kominn ad hundsa hreinlega thessa thvaelustofnun og hennar reiknikùnstir. Hvad aetli Hafrò og ICES teljist til ad hafi t.a.m. verid mikil lodna vid Ìsland à nyafstadinni vertìd? Thessar stofnanir hafa ekki hugmynd um thad, frekar en allt of margt annad, sem vidkemur fiskistofnum vid Island. Er ekki kominn tìmi til ad ràdamenn fari ad veita thessu batterìi eithhvert adhald, ì stad thess ad kyngja gagnrynislaust hvada daudans dellu, sem frà thessum adilum kemur. Thad eru milljardatugir ì hùfi, fyrir thjòdarbùid.
Gòdar stundir, med kvedju ad sunnan.
![]() |
Af hverju makríllinn beygir til vinstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2017 | 22:54
Fáránleikinn staðfestur.
Enn á ný opinberast vafasamar aðferðir Hafró, við að mæla "stofnstærð" fiskistofna við Ísland. Niðurstöður slíkra "rannsókna" sem framkvæmdar eru af vanefnum, tímaskorti og fleiri þáttum, geta aldrei orðið áræðanlegar. Fíflagangurinn kostar þjóðarbúið milljarða á ári og sjálfsagt tugi, ef ekki hundruði milljarða, síðastliðna áratugi. Eflaust er eins farið með mælingar á öðrum stofnum, svosem þorski, grálúðu og fleiri tegundum. Ef ekki er til fyrir olíu, eða veðrið vont, er samt sem áður gefinn út kvóti, sem fávísir og oft á tíðum vanhæfir ráðherrar, eins og sú er nú situr, setja á, án nokkurra spurninga eða frekari óska um upplýsingar, annarsstaðar frá. Niðurstöður úr "hálfleiðöngrum" teknar trúanlegar og málið er dautt. Algert vanhæfi frá a til ö.
Að Hafró sé síðan að fara fram á að fá nýtt skip í viðbót, er með ólíkindum. Þessi stofnun ætti ekki að eiga eitt einasta skip, heldur leigja skip úr flotanum til þeirra örfáu verkefna, sem stofnunin sinnir á hafi úti. Það eru næg skip vel til þess fallin, sem ekki eru að allt árið og auðvelt að fá leigt. Frá því nýjastas skip Hafró kom til landsins, hefur það legið við bryggju eða í viðgerðum i yfir 70% af tímanum, með mannskap á fullum launum. Er á þá vitleysu bætandi?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
25 milljónir verða 15 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2017 kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2017 | 01:37
Eru kosningar nýafstaðnar?
" Við erum náttúrulega ánægð og þakklát fyrir þennan stuðning" mælir Katrín, undir járnhæl Steingríms. Halló, er ekki nýbúið að kjósa?. Andlaus fréttamannastétt, sem varla er mælandi, nennandi eða skrifandi að allt of stórum hluta, á móðurmáli sínu lengur, hefur tekið skoðanakannanir í fóstur. Meðvirkir "stjórnmálaleiðtogar" og þeir sem lifa samkvæmt skoðanakönnunum, gera sig að bjálfum með því einu að láta þetta kannanarugl hræra upp í metorðagirni sinni. Það er starfandi ríkisstjórn, það er stjórnarandstaða á móti henni. Lýðræði heitir þetta víst og við öll viljum hafa. Ekkert nýtt við það. Kjörtímabilið er fjögur ár, eða á alla vegana að vera það, nema upp komi atvik sem krefjast annars. Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn gefi skít í vinsældarkosningar og hugi meira að starfi því sem þeir voru kosnir til? Ef jafnmikill tími færi í umræðu og áhyggjur, sælu eða grátur, samkvæmt skoðanananananakönnunum, vegnaði þessu fólki eflaust betur í næstu kosningum. Grátlegt að horfa upp á þetta sjálfhverfa viðhorf. Það á við um alla, í öllum flokkum. Umræðan um innanríkismál USA, sýnir sjálfhverfuna og til seinni tíma litið, barnaskap hjá fólki, sem trúað er fyrir heilli þjóð, ekki stórri, en þó bjargálna!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Flokkar tali skýrt um stefnu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2017 | 02:05
Er biðtími náttúrulögmál?
Furðuleg eru rök forstjóra spítalans. Manneskja sem þarf í augnsteinaskipti og ætlar sér í röðina í opinbera kerfinu í dag, er sennilega númer tvö þúsund og eitthvað á biðlistanum. Hægt er að kaupa sig framhjá biðröðinni í dag, fyrir þá sem geta, á einkareknum stofum, en það er engin óskastaða. Framfarir sem forstjórinn segir felast í því að biðin eftir mjaðmaliðsskiptum hafi styst úr sextán í átta mánuði er skandall, út af fyrir sig. Greinilegt að þar mælir heill maður, með mikla reynslu í Exel, en litla þekkingu á raunum fólks í biðröð, sárþjakað og kvalið upp á hvern dag, bíðandi í röð eftir líkn sinna meina. Hver dagur skiptir máli, þegar heilsa og lífsgæði eiga í hlut. Grunnur heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi er góður að mestu, en hagræðing og sjúklingavæn niðurstaða næst aðeins með því að hið opinbera kerfi þurfi að standa á pari við einkarekið kerfi, sem vinnur samhliða því. Aðeins þannig fæst "heilbrigður samanburður" á þessum tveimur kerfum og hvati hjá báðum að gera sitt besta. Það er ekkert náttúrulögmál að biðlistar séu eilíflega svona langir, eða jafnvel nokkrir. Öll óþörf bið er slæm. Svo einfalt er það. Að hreykja sér af því að sárkvalið fólk þurfi núna "aðeins" að bíða í átta mánuði, ber ekki vott um mikinn metnað.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Skammsýni að semja við Klíníkina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2017 | 03:11
Ömurlegar almenningssamgöngur.
Síðasti vagn úr Mosó fer klukkan 2320 áleiðis til Reykjavíkur. Þeir sem taka hann rétt ná tengingu áfram, innar í borgina. Bæði byrjar þjónusta StræDó allt of seint á morgnana og einnig lýkur henni of snemma á kvöldin. Næturþjónusta er engin og hefur aldrei verið. Hvers vegna er verið að aka um á fjörtíu farþega vögnum, eða jafnvel stærri, þegar tölfræðin segir að tíu til tuttugu farþega vagnar dugi? Hvar er umhverfisástin? Er aðeins til ein stærð af strætisvögnum? Þjónustustig StræDó á höfuðborgarsvæðinu er hreint og klárt grín og hefur verið í of langan tíma. Hvort StræDó fer upp og niður Hverfisgötu, eða fram og aftur eftir Skúlagötu, bætir akkúrat engu við þjónustu við þá sem búa utan við hundrað og einn. Meðan skipulag almenningssamgangna í Reykjavík og nærliggjandi byggða er í höndum hundraðogeinsliðsins lagast þær ekkert, eins og kýrskírt er orðið. Borgarlína ......þið hljótið að vera að grínast! "Látum helvítin taka StræDó eða hjóla í vinnuna" er ekki að virka, meðan StræDó er með allt upp á bak, svo mikið er víst.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Skoða kostnað við kvöld- og næturstrætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.1.2017 kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2017 | 02:37
Refsivert að gefa út rangar fullyrðingar?
Hreint ágætur bloggari, Sigurður nokkur Sigurðsson, vakti athygli á því fyrir skemmstu, að einn af máttarstólpum Pírata, hefði gefið það út í fúlustu alvöru, að hann hygðist kæra úrskurð Kjararáðs, varðandi launahækkanir. Enn bólar ekkert á kærunni og pírataskömmin sennilega fengið útborgað nú þegar a.m.k. einu sinni, ef ekki oftar, samkvæmt úrskurði Kjararáðs. Er ekki rétt að setja einhverskonar lög um tilhæfulausar og illa ígrundaðar yfirlýsingar stjórnmálamanna, um leið og þingmönnum og ráðherrum verði gert það refsivert að ljúga að þingi og þjóð?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Refsivert að gefa rangar upplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)