21.7.2020 | 00:17
Snillingur!
Þið sem þykir það ekkert mál að hrækja út úr munni ykkar tyggigúmmíinu hvar sem þið standið, ættuð heldur betur að hugsa ykarkar gang. Ekki það ég vilji að þið kyngið ófögnuðinum, því tyggigúmmí meltist ekki, heldur það að þessi andskotans óþverri límir sig nýhræktur við allt skótau og skemmir jafnvel hinar fallegust ofnu mottur og annað gólfefni eftir að heim er komið, fari fólk ekki úr útklíndum skónum í forstofunni.
Lengi hefir tuðaranum leiðst þessi ósómi, en nú er risinn trukkur í andstöðu og athöfnum öllum gegn þessum ósóma. Maður sem tekur af skarið og nær vonandi að vekja máls á því hversu subbuleg hegðun það er að láta bara tuggudelluna detta þar sem maður stendur og stíga létt yfir, eins og ekkert hafi gerst og ganga síðan á braut til annar athafna.
Guðjón Óskarsson er mættur og megi hann hafa árangur sem mestan í því að benda fólki á að venja sig af þeim afleita sið að spýta tuggunni þar sem það stendur.
Þetta á bæði við um tyggigúmmí og annan ósóma sem fólk treður innan munnvika sinna..
Gangi þér vel elsku Guðjón.
Það er alla vegana einn þverhaus og gangstéttatyggjóóþolandi sem stendur með þér í átakinu. Hef grun um að fjölga muni í hópnum fyrr en nokkurn grunaði.
Takk Guðjón minn.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Alla tíð fundist þetta mikill ófögnuður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.7.2020 | 23:58
Besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi?
Er ástæða til að óska hafró, lobbýistum og leiðitamri og lítilshugsandi stjórnmálamannaelítu Íslands til hamingju með árangurinn af besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi?
Nú, tæpum fjörtíu árum eftir að hafró fann það út að besta leiðin væri að geyma fiskinn í sjónum og veiða hann seinna, þegar hann væri orðinn voða, voða stór, virðist eitthvað vera að klikka og hefur reyndar klikkað frá upphafi þessarar dellu. Nú bregður svo við að minnka þarf þorskkvótann um einhver sex prósent, þrátt fyrir tæplega fjögurra áratuga forskrift færustu vísindamanna í veiðiráðgjöf á Íslandsmiðum, sem pólitískir amlóðar hafa að mestu fylgt.
Pólitík og vafasöm vísindi fara óþægilega illa saman. Nægir þar að nefna ömurlega eltistefnu málefnageldra stjórnmálamanna horfinna hugsjóna við hamfarahlýnun af mannavöldum og aðra dauðans dellu. Þingmenn og ráðherrar þurfa jú að halda sætum sínum, hvað svo sem líður hugsjónum, eða almannahag.
Bændur slátra lömbum sínum á haustin og setja ærnar á garða um vetur, í samræmi við afrakstur túna sinna og haga.
Samkvæmt reiknilíkani hafró, með áratuga aðstoð aulanna í sjávarútvegsráðuneytinu og bjálfanna á Alþingi er tekin þveröfug afstaða til fisksins í sjónum. Þar skal ánum slátrað og lömbin látin lifa, þó heyforði sé af takmörkuðum skammti.
Ef þetta er ekki heiladauði, þá heiti ég Kristján Þór Júlíusson, krati, Þistilfjarðarkúvendingur, svíðreisn, fullveldisafsalfylkingin, píratabjálfi í malbikunarjakka, eða annað þaðan af verra og réttast væri að einhver rassskellti mig út fyrir endimörk alheimsins og aftur til baka, þannig að ég lenti einhversstaðar þar sem enginn mundi finna mig.
Sjávarútvegsráðuneytið væri sennilega góður lendingarstaður, því þar hugsa fáir og enginn tekur eftir raðrassskelltum ráðherra, sama hvaða dauðans dellu hann hefur á ferilskránni, eða öðrum sem á undan honum réðu.
Embættismennirnir halda jú ávallt velli og fá að launum feit eftirlaun, án tillits til árangurs í starfi. Pöpullinn borgar jú brúsann. Ekki það skipti embættismennina miklu.
Andskotinn sjálfur að horfa upp á þessa óhæfu, meðan hagkerfi Íslands verður af hundruðum milljarða, sökum heimskunnar í fisveiðistjórnun.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Farið að vísindalegri ráðgjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.7.2020 kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)