31.3.2016 | 08:04
Takmarkalaus endaleysa!
Enn ein vitleysan virðist vera í uppsiglingu varðandi Landeyjahöfn. Nú á að rjúka til og ákveða smíði á ferju, sem samkvæmt "áræðanlegum" prófunum Vegagerðarinnar, getur siglt í höfnina þrjú hundruð og þrjátíu daga á ári!. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, eins ágætur og hann er nú, vill láta drífa í þessu, sama hvað það kostar og virðist, að því er best verður séð, vera einn af þeim sem ekki nokkra hugmynd hafa um hverslags feigðarflan höfnin er, hvernig sem á það er litið. Í meira lagi undarlegt að drengurinn skuli ekki sjá þetta. Útreikningar Vegagerðarinnar fyrir Landeyjahöfn virðast lítið sem ekkert hafa tekið með í reikninginn strauma, sandburð, veðurfar og annað slíkt. Ef þeir útreikningar voru byggðir á prófunum á módelinu sem komið var fyrir í Siglingastofnun í Kópavogi á sínum tíma, skal engan undra. Það módel var lítið annað en góðlátlegt sullumbull og ekkeert mark á takandi, eins og raunin er orðin. Skemmst er frá því að segja að nákvæmlega ekkert hefur staðist í útreikningum Vegagerðarinnar. Ekki nokkur skapaður hlutur! Landeyjahöfn er skelfilegt hönnunar og umhverfisslys, sem aldrei nokkurn tíma mun þjóna sínum tilgangi, eins og lagt var upp með. Algerlega galið að menn geti hreinlega ekki viðurkennt mistökin og fundið aðra lausn á samgöngumálum Vestmannaeyja. Ódýrasti kosturinn er að leyfa höfninni að fyllast af sandi og útbúa þar ylströnd eða sjóbrettaaðstöðu. Snúa sér síðan að því að láta hanna og smíða ferju sem hentar milli Þorlákshafnar og Eyja, því aðrir kostir eru einfaldlega ekki í boði, fyrir utan jarðgöng, að sjálfsögðu. Ef jarðgöng verða tekin til athugunar, ætla ég rétt að vona að Vegagerðin komi þar hvergi nálægt. Þau göng myndu sennilega byrja á svipuðum slóðum og Landeyjahöfn, en enda síðan í Þorlákshöfn, miðað við frammistöðu Vegagerðarinnar og misviturra stjórmálapopulista í allri umgjörð, hönnun og skrípaleiknum um Landeyjahöfn.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Ákvörðun á næstu dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2016 | 00:11
Innanflokkskosningakostnaður lækkaður um sjötíu og fimm prósent.
það skiptir litlu, innan hvaða stjórnmálahreyfingar verið er að kjósa í stöður. Kostnaður við slíkt framboð ætti ekki að vera nokkur, nema sá sem kostar að halda kosninguna. Hafi menn og konur ekki nægilegt fylgi, út á áru sína eða snilli í pólitík yfir höfuð, ná þau ekki kosningu. Get verið sammála Helga um þetta mál, því það er ólíðandi sð sá er mest hefur auravöldin hampi ávallt sigri. Nóg hefur brunnið af þeirri ástæðu fram að þessu.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Lækka eyðsluþak á formannsframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2016 | 03:07
Á að kjósa á hverjum degi?
Magnús Orri kominn í slaginn um formanninn í hinni miklu breiðfylkingu Samfylkingarinnar. Er það vel að ungir og margreyndir stjórnmálamenn, með víðtæka reynslu, skuli nú ætla sér að velgja "þaulsetnum" eldri foringjum undir uggum. Miðað við helstu stefnumál þessa þaulreynda stjórnmálamanns, er erfitt að sjá annað en hann ætli sér að geysast í formannsstólinn með stefnuskrá Pírata sem sitt helsta vopn. Vegni honum vel í vegferð sinni. Kratar hljóta að teljast til einhverrar undarlegustu stjórnmálamanna. Allavegana hefur undirrituðum gengið illa að gúggla aðra eins sjálfseyðingarstjórnmálastefnu. "Good luck Magnús"
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Úrelt að kjósa á fjögurra ára fresti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |