28.10.2020 | 13:00
Leikur að tölum.
Flokkur sem fer úr rúmum 25% í 21% hefur vissulega tapað 4 prósentustigum, en hann hefur líka tapað tæplega 20% af fylgi sínu. Þetta á við um Sjálfstæðisflokkinn. Miðflokkurinn hefur bætt við sig tæpum 10% í fylgi og VG hefur tapað um 50% af fylgi sínu, en átta prósentustigum.
Svona er hægt að matreiða hinar ýmsu tölur, allt eftir því sem hentar. Fjögur prósentustig hljóma e.t.v. ekki sem mikil lækkun, en 20% fylgistap hljómar skelfilega. Þetta er sama stærðin, aðeins matreidd eftir behag, svo forystusveitin í Valhöll líti ekki eins skelfilega út. Það er hinsvegar eitt og eitt kvikyndi þarna úti, sem sér í gegnum blekkinguna.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar um tæp fjögur stig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)