Ömurlegar almenningssamgöngur.

 Síðasti vagn úr Mosó fer klukkan 2320 áleiðis til Reykjavíkur. Þeir sem taka hann rétt ná tengingu áfram, innar í borgina. Bæði byrjar þjónusta StræDó allt of seint á morgnana og einnig lýkur henni of snemma á kvöldin. Næturþjónusta er engin og hefur aldrei verið. Hvers vegna er verið að aka um á fjörtíu farþega vögnum, eða jafnvel stærri, þegar tölfræðin segir að tíu til tuttugu farþega vagnar dugi? Hvar er umhverfisástin? Er aðeins til ein stærð af strætisvögnum? Þjónustustig StræDó á höfuðborgarsvæðinu er hreint og klárt grín og hefur verið í of langan tíma. Hvort StræDó fer upp og niður Hverfisgötu, eða fram og aftur eftir Skúlagötu, bætir akkúrat engu við þjónustu við þá sem búa utan við hundrað og einn. Meðan skipulag almenningssamgangna í Reykjavík og nærliggjandi byggða er í höndum hundraðogeinsliðsins lagast þær ekkert, eins og kýrskírt er orðið. Borgarlína ......þið hljótið að vera að grínast! "Látum helvítin taka StræDó eða hjóla í vinnuna" er ekki að virka, meðan StræDó er með allt upp á bak, svo mikið er víst.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Skoða kostnað við kvöld- og næturstrætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Frá því að ég man eftir þá hafa strætisvagnar Reykjavíkur aldrei verið með góðar samgöngur, af hverju ættu þeir að byrja á því núna?

Bara taka leigubíl, það geri ég þegar ég er á Íslandi eða nota Uber.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.1.2017 kl. 03:54

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stræ ... Vel athugað hjá þér, Halldór Egill, og ert þó bara Meðal-Jón eins og ég!

Jón Valur Jensson, 27.1.2017 kl. 03:58

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Jóhann.: Þeir byrja ekki á því núna, frekar en áður. 

Jón Valur.: Já StræDó dó, þegar þeir lögðu niður leiðina Lækjartorg-Lækjarbotnar. Þar áður stóðu þeir sig með hreinum ágætum.

Halldór Egill Guðnason, 28.1.2017 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband