Ömurlegar almenningssamgöngur.

 Síðasti vagn úr Mosó fer klukkan 2320 áleiðis til Reykjavíkur. Þeir sem taka hann rétt ná tengingu áfram, innar í borgina. Bæði byrjar þjónusta StræDó allt of seint á morgnana og einnig lýkur henni of snemma á kvöldin. Næturþjónusta er engin og hefur aldrei verið. Hvers vegna er verið að aka um á fjörtíu farþega vögnum, eða jafnvel stærri, þegar tölfræðin segir að tíu til tuttugu farþega vagnar dugi? Hvar er umhverfisástin? Er aðeins til ein stærð af strætisvögnum? Þjónustustig StræDó á höfuðborgarsvæðinu er hreint og klárt grín og hefur verið í of langan tíma. Hvort StræDó fer upp og niður Hverfisgötu, eða fram og aftur eftir Skúlagötu, bætir akkúrat engu við þjónustu við þá sem búa utan við hundrað og einn. Meðan skipulag almenningssamgangna í Reykjavík og nærliggjandi byggða er í höndum hundraðogeinsliðsins lagast þær ekkert, eins og kýrskírt er orðið. Borgarlína ......þið hljótið að vera að grínast! "Látum helvítin taka StræDó eða hjóla í vinnuna" er ekki að virka, meðan StræDó er með allt upp á bak, svo mikið er víst.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Skoða kostnað við kvöld- og næturstrætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refsivert að gefa út rangar fullyrðingar?

 Hreint ágætur bloggari, Sigurður nokkur Sigurðsson, vakti athygli á því fyrir skemmstu, að einn af máttarstólpum Pírata, hefði gefið það út í fúlustu alvöru, að hann hygðist kæra úrskurð Kjararáðs, varðandi launahækkanir. Enn bólar ekkert á kærunni og pírataskömmin sennilega fengið útborgað nú þegar a.m.k. einu sinni, ef ekki oftar, samkvæmt úrskurði Kjararáðs. Er ekki rétt að setja einhverskonar lög um tilhæfulausar og illa ígrundaðar yfirlýsingar stjórnmálamanna, um leið og þingmönnum og ráðherrum verði gert það refsivert að ljúga að þingi og þjóð?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Refsivert að gefa rangar upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð hugmynd, en.........

 Þetta er góð hugmynd og gefur yfirvöldum aukinn rétt, utan tólf mílnanna. Hinsvegar eru ummælin um að þetta veiti okkur aukinn rétt, án aukinnar ábyrgðar ansi mikið vanhugsuð. Í afgreiðslu þessa máls mega menn ekki taka aðeins réttinn sér til handa, heldur verður þeim rétti að fylgja alger ábyrgð á viðkomandi svæði. Annað lítur illa út og er í raun klaufalegt að setja fram, á frumstigi málsins. Það fær enginn allt fyrir ekkert. Með fjársvelta Lanhelgisgæslu Íslands er þetta fjarlægur draumur, en ef tekst með einhverjum hætti að laga þá stöðu, er hugmyndin býsna góð. Þetta snýst um um að byrja á réttum enda. Eitthvað sem of mörgum stjórnmálamönnum yfirsést, allt of oft.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Ísland fái aukið vald utan landhelginnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfulegt, eða hitt þó heldur.

 Kostnaður við múrinn verður innheimtur með 20% tolli á allar innfluttar vörur frá Mexico. Þetta mun væntanlega hækka útsöluverð til bandarískra neytenda og fyrirtækja, sem kaupa íhluti, sem og fullunna vöru frá Mexico, um hátt í 20%. Það verður með öðrum orðum bandarískur almenningur og fyrirtæki sem greiða fyrir múrinn! Er hægt að vera öllu vitlausari?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Múrinn greiddur með vöruskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband