Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Marta B Helgadóttir

Gleðilegt nýtt tuðár og takk fyrir gömlu

Loksins kom almennileg tuð færsla af besta kvalítet á nýja árinu. Long time no see. -En yfirleitt er búið að loka fyrir athugasemdir þegar ég lít við á þinni góðu síðu Tuðari kær. Þarf ekki að endurskoða tímamörkin? Megirðu eiga gott ár og njóta þess. :)

Marta B Helgadóttir, lau. 30. mars 2013

Guðrún Erla Sumarliðadóttir

AFMÆLISDAGURINN ÞINN 17.JAN.2011

Elsku Halldór minn, ég og börnin sendum þér innilegar hamingjuóskir á 51.árs afmælisdaginn þinn. Við höldum upp á daginn með því að horfa á íslenska handboltaliðið keppa á móti Japönum og vonandi vinna þann leik. Án gríns,afmæliskaffi þegar þú kemur heim í mars. Söknum þín og elskum þig til tunglsins og aftur til baka. Þín Erla og co

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, mán. 17. jan. 2011

Af hverju 110% ?

Gott innlegg, vel skrifað. kær kveðja, Ari

Sigurgeir Ari Sigurgeirsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 14. mars 2010

Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Tvítugsafmæli litlu dótturinnar.

Elsku Halldór minn. Til hamingju með litlu stelpuna okkar með bleiku húfuna. Þín var sárt saknað hér í dag. Það voru tár í augum hennar þegar hún tók á móti fallega rósarvendinum sem þú sendir henni og ljóðinu sem þú samdir til hennar. Kveðja frá okkur öllum hér heima.

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, þri. 9. mars 2010

50.................

Það þýðir þá að ég fer að slefa í fertugt.... :-/ niiiiiiii, ekki alveg strax ;O) Til hamingju með daginn elsku pabbi, þín var sárt saknað við matarborðið hjá mútter í kvöld, dýrindis læri á boðstólnum með tilheyrandi gúmmelaði að hætti konunnar þinnar (færðu ekki vatn í munninn;O) Afastrákarnir frekar hissa á því að afi væri ekki í afmælinu sínu, enn ég lofaði þeim að haldin yrði veisla þegar afi kæmi heim og við tók stórkostleg skipulagning hjá þeim (þeir ætla samt ekki að hafa græna niðurgangstertu aftur;o) Vonandi var dagurinn þér góður, við söknum þín sárt og elskum alveg til tunglsinns og aftur til baka:) Takk fyrir að vera bara eins og þú ert..... EINFALDLEGA BESTUR ! Steinunn og c.o.

Steinunn Björk Halldórsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. jan. 2010

Fimmtugur karl

Innilega til hamingju með daginn kæri vinur og megir þú njóta hans sem best. Við drekkum allt rauðvínið sem kemur í Brekkulandið í dag bara saman seinna. Bestu kveðjur úr Garðinum

Sæbjörg (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. jan. 2010

Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Styttist í heimkomu.

Allir bíða spenntir hér heima,að fá eiginmann,pabba,afa og tengdó heim. Hlökkum nú mest til að sjá á þér svipinn þegar þú lítur hann Guðmund Breka aftur augum. Hann hefur braggast svo vel,þrátt fyrir heilahimnubólguna. Guðni Steinar skilur ekki því afi þarf að vera í ARGENTÍNU. Þar er drengur sem bíður spenntur erftir afa sínum. Arnór Egill skilur það að einhverju leiti,saknar AFA síns mikið. Hann er svo duglegur . Söknum þín öll svoooo mikið elsku Halldór minn(okkar).

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, fös. 25. sept. 2009

3 Litlir afastrákar:)

Hér eru 3 litlir afastrákar sem að biðja að heilsa afa sínum, mikill söknuður hjá þessum tveim eldri, Guðmundur Breki ekki alveg kominn með vit til þess þó stórgáfaður sé eins og hinir tveir, alveg einstaklega vel heppnuð eintök;);) Kossar og knús úr miðholtinu beint á afakinnina:):) Elskum þig (ég sendi myndir af þeim á vísis netfangið, vona að þú getir opnað þar, ef ekki þá fæ ég G-mail adressuna hjá múttu:)

Steinunn (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 16. ágú. 2009

Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Bíðum eftir skrifum !!

Á ekki að segja okkur fleirri sögur úr Suðurhöfum, minn elskulegi. Allaf svo gaman að lesa hugarrenninga þína. Bíð spennt eins og ábyggileg fleiri. Kv. Þín Erla

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, mán. 18. maí 2009

Guðrún Snæbjörnsdóttir

Hann á afmæli í dag!

Hjartanlega til hamingju með daginn Halldór minn. Hlökkum til að sjá þig eftir örfáa daga. Mamma og pabbi

Guðrún Snæbjörnsdóttir, lau. 17. jan. 2009

Hann á afmæli í dag...

Elsku Halldór, til hamingju með daginn. Hlökkum til að sjá þig eftir fáeina daga! Ástarkveðjur úr Tanganum

Guðrún Sæbjörnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. jan. 2009

Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Afmælisdagurinn 17,janúar

Ástin mín. Til hamingju með daginn. Afmælisterturnar eru tilbúnar í frystinum,við söknum þín og hlökkum til að fá þig heim. Þín Erla og krakkarnir

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, lau. 17. jan. 2009

Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Draumfarir?

Hjartað mitt. Sakna sagna af draumförum þínum. Endar með því að ég sendi þig aftur út eftir ávöxtum. Lentu bara á réttum stað. Fákafen 9 t.d. Góður lendingarstaður. Ávallt þín. GErla

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, fim. 15. jan. 2009

Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Ástin mín.

Elsku Halldór mín. Hjartað mitt. Til lukku með Brósa (Didda). Þín GErla

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, mið. 14. jan. 2009

Guðrún Snæbjörnsdóttir

gamla settið

Var að skrá mig inn í bloggið, eina leiðin til að ná sambandi við þig! Ástarkveðjur. M

Guðrún Snæbjörnsdóttir, mán. 22. des. 2008

Steinunn og afastrákarnir

HÆ elsku pabbi og afi okkar, okkur langaði bara að segja þér að við söknum þín og elskum þig svooo mikið, farðu varlega og komdu sem fyrst heill heim;o)

Steinunn (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 1. des. 2008

Biggi i Sviþjóð

Sæll frændi, sendu mér línu. www.byggvir.se kv Biggi

Birgir Össurarson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 16. okt. 2008

Lára Hanna Einarsdóttir

Var að fatta...

...að þú ert sonur Gullu og Guðna! :-) Kysstu þau frá mér.

Lára Hanna Einarsdóttir, mán. 11. feb. 2008

Guðrún Erla Sumarliðadóttir

1. FEBRÚAR

Til lukku !!!!!

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, fös. 1. feb. 2008

jæja !

til hamingju Dóri kv Gestur

Gestur (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 18. jan. 2008

Anna Einarsdóttir

Gamli skarfur....

Innilega til hamingju með kínverska afmælið þitt. Þann daginn ætla ég að ganga í kínaskóm og spila kínaskák, auk þess sem ég borða kínverskan mat... allt þér til heiðurs. Heill þér tuttuguogníu ára !

Anna Einarsdóttir, þri. 15. jan. 2008

Marta B Helgadóttir

Flott mynd

;)

Marta B Helgadóttir, mið. 5. des. 2007

Hrönn Sigurðardóttir

myndaskipti

Fín nýja myndin af þér ;)

Hrönn Sigurðardóttir, mið. 5. des. 2007

Fanney Björg Karlsdóttir

vinátta...

Þigg með þökkum bloggvináttu þína...... en þetta með sektina....... ;))

Fanney Björg Karlsdóttir, lau. 6. okt. 2007

Gaman að sjá þig !

Skemmtilegar færslur og margar fróðlegar. Bíð eftir að lesa meira frá þér. Kv. GErla

Ólöf (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 3. okt. 2007

Búin að hafa af mér 78 mínútur

Sæll frændi...ja hérna, þú náðir að halda mér við lestur og hlátur í 78 mín...Flott blogg já það sæynir sko hve við steingeitur erum megnugar skrifin þín..Halltu áfram að gleðja augað..knús á betri helminginn..kv.Frá Sthlm.Hulda

Hulda (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 11. sept. 2007

Anna Einarsdóttir

Kvitt kvitt.

Nú fjölgar um helming í gestabókinni þinni. Svakalega er ég annars sleip í stærðfræði ;-) Og þú á grillinu.

Anna Einarsdóttir, fim. 28. júní 2007

Karl Tómasson

Þakkir

Heill og sæll Halldór og takk fyrir að gerast bloggvinur. Gaman að fá þig í hópinn. Kær kveðja frá Karli Tómassyni

Karl Tómasson, mið. 11. apr. 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband