30.11.2009 | 01:37
Rödd skynseminnar.
Vilhjálmur Bjarnason á heiður skilinn fyrir trúverðugar og réttmætar aðfinnslur, um margt af því sem miður hefur farið í fjármálahruni lýðveldisins. Einfaldar aðfinnslur hans í gegnum góðærisfyllerí þjóðarinnar voru einatt kveðnar í kútinn, því það hentaði ekki að heyra þær. Aðallega fyrir þá sem hér réðu öllu og sáu til þess að allur gróði, hvernig svo sem hann var tilkominn, rynni óskiptur í gírug gin sín, en létu síðan mér og þér, aumkunnarverðum meðaljónunum eftir að borga fyrir allt sem hét tap. Í góðærisbrjálæðinu borgaði þessi þjóð milljarða vegna taps hjá "Heimsins mestu fjármálasnillingum". Þjóðin vissi hins vegar lítið af þessu, enda séð til þess að hún væri "mötuð" á "réttum" upplýsingum, sem hentuðu eigendum best á hverjum tíma. Kauphallar Íslands verður í sögunni sennilega skipað á stól með þeirri nígerísku og allt þetta djöfulsins kjaftæði um "hagkvæmni stærðarinnar", í þjóðfélagi sem telur rétt rúmlega þrjú hundruð þúsund einstaklinga, sennilega getið í sögubókum sem einhvers barnalegasta bulls, sem nokkurn tímann leit dagsins ljós á fjármálamörkuðum heimsins.
Við þurfum fleiri menn eins og Vilhjálm. Við þurfum ENGAN kauphallartrúð.
Kauphöllin leysir ekki vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Halldór.
Sammála, og ef hér verður skipuð utanþingsstjórn á næstuni þá ætti Vilhjálmur Bjarnason svo sannarlega að koma til álita sem ráðherra viðskipta.
Íslandi allt
Umrenningur, 30.11.2009 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.