Súpuþjófsdómsviðmið?

Það er ólíklegt annað en að einhver eða einhverjir hljóti dóma í uppgjöri efnahagshrunsins. Hver eða hverjir það verða mun tíminn leiða í ljós. Tuðarinn vill leggja til við dómstóla landsins að við ákvörðun refsinga sem þessu munu fylgja, verði tekið mið af dómi yfir manni sem stal súpu og hefur nýlega hafið átta mánaða afplánun í fangelsi fyrir vikið. Súpan getur varla hafa kostað meira en 500 - 1000 krónur og því ljóst að dómurinn miðar við um það bil einn mánuð fyrir hverjar hundrað krónur.
mbl.is Fyrstur til að fá stöðu grunaðs manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... þá verða sumir dæmdir til eilífðar...

Brattur, 13.10.2009 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband