Undarlegur andskoti!

"Óvíst er hvort gengið verði að persónulegum veðum"!? Hvað í veröldinni er það sem veldur því að einhver minnsti vafi leiki á hvort gengið verði að persónulegum veðum hjá þessum mönnum? Skulda þeir of mikið, eða eiga þeir, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki neitt? Ja ljótt er, ef satt er, sem getur eiginlega ekki verið. Ef almenningur þarf í kjölfar hrunsins að horfa uppá "fjárfestingar"glannana sleppa við að standa við skuldbindingar sínar, er hætt við einhversstaðar heyrist hljóð úr horni og allt eins víst að það verði bara bölvuð óhljóð. Fer ekki að koma að því að taka eins og eina, tvær villur og Hummera í pant, svo eitthvað fáist nú upp í allar "snilldarfjárfestingarnar" sem þessir kumpánar hafa verið margrómaðir fyrir af fréttasnápum, Bessastaðafjölmiðlalagfrumvarpsaöxlinni og fleirum? Undarlegur andskoti ef þeir einir sleppa sem allt settu til andskotans, en skríllinn situr eftir með skuldir þeirra, undir járnhæl Þistilfjarðarkommans og Silfurskottunnar.  
mbl.is Skulda Straumi rúma 9 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Þetta finnst mér líka fáránlegt... það á að ganga alla leið gagnvart þessum mönnum og láta þá finna á eigin skinni hvað þeir hafa gert íslenskri þjóð... það eru verulegar brotalamir í lögunum ef ekki er hægt að sækja sem þeir eiga þessir gæjar...

Við viljum réttlæti Halldór !

Brattur, 6.9.2009 kl. 09:59

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Setja þá í tugthúsið, og henda lyklinum.

Hörður Einarsson, 6.9.2009 kl. 22:15

3 Smámynd: Karl Tómasson

Já kæri Halldór.

Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Þetta er allt með ólíkindum. Svo er Lalla Jóns umsvifalaust skellt beint í steininn fyrir að fá að hringja eitt símtal hjá fínni frú í Hveragerði.

Bestu kveðjur til þín kæri vinur frá okkur öllum úr Mosó.

P.s. Jötni og Trygg kemur ekkert sérlega vel saman, Tryggur er svakalega akresífur og frekur við Jötunn enn sem komið er. Vonandi lagast það fljótt.

Erla og Óli buðu okkur í gær upp á svakalega fína veislu í Tungunni.

Karl Tómasson, 19.9.2009 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband