7.8.2009 | 10:13
Samhengi hlutanna.
Allur íslenski fiskveiðiflotinn aflaði tæpra einna komma þriggja milljóna tonna í fyrra. Afraksturinn í krónum talið níutíu og níu milljarðar. Þegar þessar tölur eru settar í samhengi við þær tölur sem bylja á þjóðinni dag hvern, varðandi bankahrun og viðbjóðslega landráðagjörninga, er varla hægt annað en að doka aðeins við. Hér er nefnilega komin ágætis viðmiðunartala fyrir almenning, til að vega og meta gengdarlaust græðgis og eyðslubrjálæði örfárra einstaklinga sem sannanlega eiga hvað mestan þátt í að knésetja hagkerfi þjóðarinnar og samlanda sína um leið. Níutíu og níu milljarðar króna hljóma nánast eins og skiptimynt ef borið er saman við kröfur í banka og alls kyns þrotabú útrásar"sýkinganna" sem nú eru hvert af öðru ýmist komin í þrot, eða á góðri leið með það. Tæpir eitt hundrað milljarðar góðir landsmenn, er afrakstur alls íslenska flotans á einu ári. Næst þegar milljarða, trilljarða, skrilljarða upphæðir verða nefndar, varðandi hrunið á Íslandi, er ekki úr vegi að hafa þetta hugfast.
Kveðja frá Argentínu.
Aflaverðmæti nam 99 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.