Veruleikafyrring stjórnmálamann.

Það hefur verið hverri einustu manneskju á Íslandi ljóst, nema náttúrulega allt of mörgum stjórnmálamönnum, að öflug löggæsla er eitt af undirstöðuatriðum samfélagsins, ásamt mörgu öðru , að sjálfsögðu. Niðurskurður hjá lögreglunni undanfarin ár, er hreint með öllu óskiljanlegur. Virðist litlu máli skipta hvort hér drjúpi smjör af hverju strái, eða allt komið til andskotans. Það er undarleg "lógík" að skera enn frekar niður til löggæslu á þessum síðustu og sennilega einum verstu tímum sögu vorrar. Óþjóðalýðurinn er ekki lengi að renna á lyktina og sjá má aukningu í nánast alls lags glæpum, stórum sem smáum. Að hinn almenni borgari geti ekki lengur treyst á aðstöð lögreglunnar, þegar brotist er inn á heimili hans og hann stendur berskjaldaður frammi fyrir gerendunum, er með öllu ólíðandi og kominn tími til að þessu verði kippt í liðinn sem fyrst. Ef ekki, er ekki annað hægt en að álykta sem svo að stjórnmálamenn, sumir hverjir að minnsta kosti, sjái sér hag í sem mestri upplausn og stjórnleysi. Það getur varla verið annað sem hvetur amlóðana á Alþingi til að láta þetta viðgangast. Stjórnmálamenn sem bera ekki einu sinni virðingu fyrir skoðunum sjálfs síns og selja sig hæstbjóðenda, með von um feita stóla í Brussel, eru aumingjar og því miður virðist sem þeim fjölgi frekar en hitt, þ.e. aumingjunum á Alþingi. Á Austurvelli standa hins vegar fáir í dag og berja potta og pönnur og það er sorglegt, því það er einmitt það sem amlóðarnir á Alþingi vissu að myndi gerast. Þetta er eins og að þreyta kokgleyptan fisk á stöng. Ef hann er bara þreyttur nógu lengi, hættir hann að berjast fyrir lífi sínu og gefst upp að lokum. Þegar fiskurinn síðan snýr kviðnum upp, dregur veiðimaðurinn hann að landi og stútar honum. 

ÞJÓÐSTJÓRN STRAX!!!!!    


mbl.is Lögregla komst ekki í útköll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband