Já eða nei!

Er það til of mikils mælst að þeir sem kjörnir eru á Alþingi hafi skoðun? Má vera skoðun á hverju sem er og líka bæði illa og vel af samflokksfólki, sem andstæðingum. Hvað er eiginlega gert við fólk sem kemst á Alþingi? Dr. Jekyll og Mr. Hyde eru eins og fermingardrengir við hlið "skoðanaskiptaamlóðanna" sem nú sitja á þingi, en ÞORA EKKI að kjósa eftir eigin sannfæringu. Er einhver klefi í kjallaranum sem "afhugsjónar" þingheim, áður en honum er hleypt upp á efri hæðina á takkaborðið, við hvern stól, sem þó hefur einungis fjóra hnappa. Já, Nei, Situr hjá eða lætur "FLOKKINN" ráða.? Þvílikar druslur og duslimenni hafa sennilega ekki setið Alþingi svo lengi sem elstu menn muna, enda muna þeir ekki neitt. Þeir sem á annað borð komast á Alþingi ættu að sjá sóma sinn í að hanga ekki eins og afhugsjónaðir aumingjar á "SITJA HJÁ" takkanum, heldur gera álit sitt opinbert. Það er mikið lagt á putta þingmanna þessa dagana, en tengingin upp í haus rofnar vonandi ekki hjá þeim sem hafa eitthvað annað og meira en hálm á milli eyrnanna. Íslenska þjóðin fylgist með hverju og einasta ykkar og því eins gott að ALLIR þingmenn og konur greiði atkvæði JÁ eða NEI. "SITUR HJÁ" er einfaldlega ekki í boði í þessu máli. 
mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Úrdráttur
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs

Utanríkis- og Evrópumál
"Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu."

Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 04:11

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Páll.: Samstarfsyfirlýsingar stjórnarflokka eru að sjálfsögðu EKKI gefnar upp fyrr en EFTIR kosningar. Þessi texti var engum sjáanlegur FYRIR kosningar.

Halldór Egill Guðnason, 12.7.2009 kl. 04:20

3 Smámynd: Páll Blöndal

Halldór,
Mikið rétt. Það er samið eftir kosnongar, nema hvað?
En þetta er samstarfssamningur milli þessara flokka, þannig að hafi þingmenn VG ekki kynnt sér hann og tveir af þeirra ráðherrum þá eru þeir ekki að vinna vinnuna sína.


Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband