27.6.2009 | 01:19
Þetta reddar öllu!
Loksins kom fram á sjónarsviðið tillaga frá Vinstri Grænum, sem bjargað getur heimilum þessa lands. Nú verður hægt að borga af Audi jeppanum hans Páls með þremur afborgunum á ári hjá hinum almenna borgara sem hefur ekkert val um þennan óskapnað. Hvurn andskotann voru menn að fjargviðrast út í Sovétið eiginlega? Ég bara spyr.
Gjalddagar útvarpsgjalds þrír | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Minn kæri Halldór.
Stundum er bara gott að haf ekkert val, bara að vera með.
Það er þó skömminni skárra en að halda að maður hafi val í öllu frelsinu en hafa ekkert og gjalda óskundans margfalt í hausinn.
Þegar frelsið er orðið svo mikið að það er farið að bitna á öðrum er það ekki frelsi.
Bestu kveðjur úr Tungunni frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 27.6.2009 kl. 02:05
Það er hægt að haga orðum á ýmsa vegu. Það að hafa ekki verið spurður, en samt stillt upp við vegg, er illlíðandi. (Elska orð með sama samhljóðanum í þrennusetti) Í okkar tilfelli er ekki frekar en í nokkru öðru tilfelli gott að hafa ekkert val. Verst er þó þegar við vorum ALDREI spurð.
Halldór Egill Guðnason, 27.6.2009 kl. 02:26
Merkilegast þykir mér.
16.ára unglingur greiðir skatt (þar með gjöld af TV)
Kirkjugarsgjöld ofl.
Einstaklingurinn er ekki lögráða fyrr en að 18.ára aldri.
Þarna er að mínu viti, eitthvað ekki rétt.
FRELSI ER AÐ HAFA VAL,,,,,,,,,,,,,,,,.
Þar er frelsið.
Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 27.6.2009 kl. 02:43
Karl.: "Að vera bara með" er skelfilegasta ásjóna hvers hugsandi manns.
Halldór Egill Guðnason, 27.6.2009 kl. 03:10
Ég sagði nú bara að stundum væri gott að vera með og hafa ekkert val, ekki alltaf. Ég tek undir það með Erlu, að frelsi er að hafa val, það er hárrétt en það þarf að fara rétt með það.
Frelsi ákveðinna einstaklinga á Íslandi er búið að setja okkur á hausinn. Frelsið sem þeir höfðu hefur nú bitnað á okkur.
Það hefði komið sér betur fyrir okkur hin að þessir kappar hefðu ekki haft svona mikið frelsi. Við erum ekki frjáls þjóð í dag fyrir vikið.
Góðar kveðjur úr Tungunni frá K. Tomm.
Karl Tómasson, 27.6.2009 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.