Kúba norðursins? Nei, Nígería.

Haft var eftir Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra í dag, að ef Ísland ekki greiði Ice-Save skuldirnar eins og búið er að semja um, muni Ísland einangrast í samskiptum sínum við aðrar þjóðir og verða að einhverskonar Kúbu norðursins. Sennilega nokkuð til í því og ekki beint sá stimpill sem þessi þjóð kærir sig um að fá á sig, eða hvað? Kæru Íslendingar.: Hvaða stimpill teljið þið að þegar sé kominn á þessa þjóð? Þegar síðan "reddingarplan" sauðfjárbóndans af Langaneshorninu og hans samverkafólks er skoðað, kemur í ljós að jafnvel þó brennivínsflaskan væri hækkuð í milljón ónýtar krónur per pitlu, bensínið í tíu þúsund kall líterinn og sígarettupakkinn í tuttugu og fimm þúsund kall, myndi það samt ekki duga til að rétta úr kútnum. Þetta dæmi gengur einfaldlega ekki upp og mun aldrei gera. Við erum nú þegar einangruð frá öðrum þjóðum. Við erum nú þegar fyrirlitin og útmáluð sem samansafn svikahrappa og fjárglæframanna. Það er ekki litið á okkur sem Kúbu norðursins. Við erum Nígería norðursins, hvort sem fólki líkar það betur eða ver. Það er lítill munur á kúk og skít og í raun skiptir engu hvaða nöfnum þessi þjóð verður nefnd hér eftir. Íslenskir stjórnmálamenn í öllum flokkum, sem sátu á þingi fram að hruni, eru landeyður og dusilmenni. Samansafn hálfsofandi eiginhagsmunapotara og tækifærissinna sem ekki svo mikið sem hálfa mínútu báru hag heildarinnar fyrir brjósti. Það hafa ekki setið ærlegir þingmenn á Alþingi frá því Vilmundur Gylfason og Eyjólfur Konráð Jónsson voru og hétu. Þeir börðust fyrir hugsjónum sínum, en var ávallt bolað til hliðar, illu heilli, því hinir og þessir armar hinna ýmsu flokka og persóna töldu sér ógnað af þeim. Eftir situr "Hnýpin þjóð í vanda" sem getur ekki einu sinni treyst á ábyrga umræðu í fjölmiðlum, því svikahrapparnir eiga þá flesta meira og minna. Hækkið þið bara allt til andskotans og leggið á okkur  allar þá álögur sem ykkur dettur í hug, þið auma stjórnmálamannahyski. Það kemur að því einn góðan veðurdag að VIРBORGUM EKKI! ÞjÓÐSTJÓRN STRAX, STRAX, STRAX! Svei ykkur sem komuð okkur í þessa stöðu. Ykkar nöfn munu verða rituð í sögubækur Íslands sem lándráðamanna og kvenna sem ýmist sváfuð á verðinum, eða högnuðust á ástandinu. Djöfullinn sjálfur að horfa upp á þetta! 
mbl.is Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Svei ykkur sem komuð okkur í þessa stöðu já hverjir voru það nú það ?

Finnur Bárðarson, 27.6.2009 kl. 00:42

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Finnur:

Jú, það var Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin, það vita allir!

Vandamálin leysast ekki með því að tuða árum saman um það - því miður.

Lausnirnar á Icesave, ríkisfjármálum, endurreisn banka- og efnahagslífsins verða ekki til með því að benda á hverjir eru sökudólgarnir!

Við þurfum lausnir en ekki ásakanir! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.6.2009 kl. 00:52

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Finnur.: ALLIR flokkar og fylgifé þeirra. Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur þar fremstir, en aðrir flokkar með aðgerðarleysi og meðvirkni. Það skynjar það hver hugsandi maður hvað hefur gerst. Uppgjör við hina pólitísku fortíð getur beðið seinni tíma. Það sem vantar NÚNA er raunhæf og yfirveguð ÓPÓLITÍSK stjórn sem vinnur úr vandanum á fjárhags og lagalegum grunni. Þar ætti ekki einn einasti pólitíkus að fá að sitja. 

Halldór Egill Guðnason, 27.6.2009 kl. 00:55

4 Smámynd: Guðrún Erla Sumarliðadóttir

VINNUM SAMAN.

ENDURREISN LÝÐVELDISINS !!

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 27.6.2009 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband