Pólitískir drullusokkar og amlóðar.

Pólitískir drullusokkar og amlóðar eru til af ýmsum  gerðum og að upplagi. Flestir eiga það þó sameiginlegt að þeir virðast ekki í neinum vandræðum með að varpa hugsjónum sínum og markmiðum fyrir róða, ef það mætti verða til þess að fá að verma eins og einn þingmanns eða jafnvel ráðherrastól. Að maður tali nú ekki um ef hugsanlega mætti maka krókinn, sér og sínum einkavinum til handa. Gefandi skít í allar stefnur, hugsjónir og heill þjóðar sinnar hafa pólitískir drullusokkar og óværa þeim tengd vaðið uppi hér á landi undanfarin ár. Vinnustaður þeirra hefur verið við Austurvöll í Reykjavík, en baktjaldamakk, brask, gjafagjörningar á ríkiseignum til vina og vandamanna og annar miður góður gjörningur, hefur farið fram vítt og breitt um bæinn. Drullusokkum þessum hefur tekist að knésetja þjóðina á undraskömmum tíma með athæfi sínu, en því fer fjarri að þeir hafi mætt einhverri mótspyrnu, sem heitið geti, af amlóðum þeim, sem bæði unnu með þeim í niðurrifsstarfsseminni og andstöðuamlóðunum sem unnu í sama húsi við Austurvöll og áttu að veita þeim aðhald og mótspyrnu. Bæði drullusokkarnir og amlóðarnir virtust una þokkalega sáttir við sitt, með smá misklíð endrum og sinnum, enda flóði fyrirgreiðsla þeim og vinum þeirra til handa úr bönkum og sjóðum landsmanna sem aldrei fyrr, þar til einn góðan veðurdag, að veislan var skyndilega á enda og sjóðþurrð brostin á. Veisluhöldunum lauk nánast á einni helgi og nú situr þjóðin öll eftir í sárum, með allt niður um sig og mannorð sem er minna virði en víxill í Nígeríu. Þúsundir  manna og kvenna án atvinnu, bankakerfið hrunið, atvinnulífið á heljarþröm og fátt sem bendir til að verið sé að aðhafast mikið af viti til að forða okkur frá frekari skelfingu. Drullusokkarnir fengu hressilega á baukinn í nýafstöðnum kosningum og nú virðist sem boltinn sé hjá amlóðunum að láta til sín taka og hefja land og þjóð til vegs og virðingar á ný. Taka hressilega á þeim sem fóru yfir strikið, mylja undir atvinnuuppbyggingu á ný og koma hjólum efnahagslífsins í gang er verkefni dagsins og ljóst að þar er við ramman reip að draga, enda aðstæður skelfilegar. Þjóðin ól með sér von um að með brotthvarfi drullusokkanna myndu amlóðarnir loks bretta upp ermar og taka ærlega til verks, en eitthvað hefur sennilega skolast til hjá báðum, þ.e. amlóðum og þjóð. Amlóðarnir ætla nefnilega að láta það verða forgangsverkefni fram yfir gröf og dauða að koma okkur inn í samevrópskan skriffinskuklúbb, sem nú reyndar flýtur sjálfur að feigðarósi vegna efnahagsþrenginga sinna eigin meðlima. Vel má vera að í klúbb þennan sé hægt að sækja einhverja aura seinna meir, en það er ekki það sem land og þjóð þarf á að halda NÚNA! Ef amlóðarnir láta ekki af þessari vitleysu fljótlega og fara að taka til hendinni í því sem skiptir okkur mestu máli, verður ekki lengur þörf á að skipta starfsfólki OKKAR við Austurvöll í drullusokka og amlóða. Þar verða ekkert nema drullusokkar ef þetta heldur svona áfram. Það er nefnilega hægt að svívirða þjóðina á fleiri máta en bara stela af henni peningum.

ÞJ‘OÐSTJ‘ORN, EKKI SEINNA EN STRAX!!!     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Halldór Egill !

Þakka þér; snerpu góða - sem raunsæi, yfirvegað.

En; þurfum við ekki; utanþingsstjórn, bezta fólks, okkar á meðal ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góður núna sem aldrei fyrr Halldór!!

Hrönn Sigurðardóttir, 30.4.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband