Hvað meira en ESB?

Vissulega hefur orðið róttæk breyting á pólitísku landslagi á Íslandi, eftir þessar kosningar. Því verður ekki neitað. Vonandi að hverjir svo sem flokkarnir verða sem mynda ríkisstjórn ( Sem virðist nú frekar augljóst, þrátt fyrir stórkalla og kellingalegar yfirlýsingar um aðra möguleika) nái þeir að hefjast handa við uppbyggingu efnahagslífsins á Íslandi og björgunaraðgerðir til handa þeim sem illa standa eftir hrunið mikla. Enn hefur lítið sem ekkert farið fyrir vitrænni umræðu um það hvað skuli til bragðs taka hér heima, annað en að taka þurfi á vandanum. Eins og hverju mannsbarni sé það ekki ljóst. Alveg með hreinum ólíkindum hvað Samfylkingarfólki tekst að lesa út úr niðurstöðu kosninganna. Bætti SF við sig 10 þingmönnum, eða hvað? Var það ekki VG sem bætti mest við sig? Ekki hafa ESB sinnar riðið þar um garða, svo mikið er víst. Virðist engu skipta við hvern er rætt úr röðum SF, öll sjá þau ESB sem patentlausn á öllu saman og virðist sem þeim sé algerlega fyrirmunað að svo mikið sem nefna vandann sem steðjar að hér heima. Mér vitanlega var ekki verið að kjósa um aðild að ESB og ef þessi málflutningur er eina innleggið í endurreisnina, gef ég lítið fyrir það. Fram að þessu hefur málflutningurinn verið innantómt glamur og ekki ein einasta haldbær útlistun komin fram af hálfu SF, hvernig taka eigi á efnahagsmálunum. Eintómt ESB kjaftæði út og inn, fram og til baka og allt um kring. Sjálstæðisflokkurinn átti skilið þá útreið sem hann fékk, en það er skýlaus krafa kjósenda að þeir sem nú taka við, horfi til lausnar vandans hér innanlands, en hætti að slá ryki í augu fólks með einhverju  endalausu ESB kjaftæði. Það forðar ekki eignum frá nauðungarsölum, né fyrirtækjum frá því að fara á hausinn. Sýnið hvað í ykkur býr og hættið þessu óbermis ESB kjaftæði. Sá þingmaður eða fulltrúi SF sem kemur opinberlega fram næstu sjö daga og nefnir EKKI ESB, fær að launum argentínskt rauðvín frá Tuðaranum þegar hann kemur til landsins aftur, í júníbyrjun.     
mbl.is Ljóst að kjósendur óska eftir aðildarviðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

nja sko..... hugsanlega hafa esb sinnar ekki riðið um garða VG en kannski hafa þeir hugsað sem svo að til þess að leggja sitt af mörkum til að styrkja vinstri stjórn í landinu eftir kosningar væri betra að kjósa VG. Það lá fyrir að Samfylkingin mundi ekki tapa á því!

ESB sinnar hafa þá kannski hugsað sem svo að VG og Samfylkingin hlytu að ná saman um þetta mál! Nógu var talað digurbarkalega um það fyrir kosningar.

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband