13.2.2009 | 02:10
Þriðjungur krafna frá EIGIN félögum!?
Vissulega er það áhyggjuefni ef sparisjóðir fara illa út úr þroti Baugs. Það er hins vegar ekki mikillar vorkunnar að vænta frá landsmönnum þó félög eins og Fons og fleiri "kompaní"(langaði að setja "skíta" fyrir framan, en hætti við á síðustu stundu), fái ekki krónu. Ef aðstandendur þessara félaga gera tilkall til krafna í eftirstöðvarnar af Baugi, ef einhverjar verða, er það ekkert annað en undirstrikun þess, að þeir sem þessum batteríum stjórnuðu, séu ekki einasta villtir í eiginhagsmunagræðgisrugli, heldur einnig svo óforskammaðir að halda að þeir geti líka eignast líkið af eigin misgjörðum. Hvers vegna ætli sama liðið sé svona úberspennt að eignast aftur fyrri eignir? Hagnaðarvon? Tæpast. Með kaupum á restunum fylgja fylgiskjöl og pappírar sem illa þola dagsins ljós. Ef stjórnvöld og þeir sem nú fara með uppgjörið á þjóð vorri hleypa svo mikið sem EINUM þessara andskota aftur inn í viðskiptalífið, er voðinn vís og klárt að landsmenn hafa enn og aftur verið teknir ósmurðir í óæðri endann. Fyrir Tuðarans parta er einfaldlega ekki til smurning í frekari trukkprófanir.
Þrot Baugs yrði þungt högg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.