Orðaleikur að prósentum!

"Gert er ráð fyrir að tekjuskattur hækki um EINA prósentu, úr 22,75% í 23.75%". Jú, jú þetta er ein prósenta, en þetta er hækkun upp á hátt í 5% á tekjuskatti! Það má vel vera að ég kunni ekki að reikna, en þá leiðréttir mig bara einhver. Ef þetta er ekki að reyna að gera lítið úr annars ógeðfelldum aðgerðum, þá veit ég ekki hvað. Endalaust er fært í stílinn og orðagjálfur og einskisverðar upplýsingar, nú eða rangar, bornar á borð fyrir almenning til að breiða yfir hvað raunverulega er að gerast og í hvaða mæli. Hverslags fréttamennska er þetta svo í ofanálag, að geta ekki reiknað út hækkunina og hundskast til að setja á prent hvað hún er í raun og veru mikil, í stað þess að kóa með pólitíkusaómyndunum og matreiða ofan í skrílinn, eins og hér búi eintómir hálfvitar sem ekki kunni að reikna. Dj..... hvað þetta fer í taugarnar á mér.   
mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér líka!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 17:38

2 Smámynd: Brattur

... ér er meira en 1% sammala þér... (eins og alltaf )

Brattur, 11.12.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband