Pólitísk hagsmunagæsla - "Burt með spillingarliðið"

Ekki hvarflar að Tuðaranum að agnúast út í eða níða skóinn af nýráðnu fólki í bankastjórnir ríkisbankanna. Eflaust ágætis fólk allt saman og hæft til hins og þessa. Hitt veldur hins vegar furðu að svo virðist sem að á meðan flokkar landsins hafa eytt dýrmætum tíma í að pota sínum fulltrúum í þessar stöður, hafa íslenskar fjölskyldur og fyrirtæki fengið að loga og engjast eins og hver annar sláturfénaður. Tíminn sem nýta hefði átt í að verjast hruninu af einhverju viti, hefur að hluta verið sóað í að tryggja pólitískt bakland í ríkisbönkunum og því fátt verið gert af mikilli skynsemi á meðan. Það virðist jú mikilvægara að skipa í stöður! Andskotinn bara að hægt sé að horfa upp á þennan ósóma. Ein vika, tvær vikur, þrjár vikur, fjórar vikur líða og fátt virðist aðhafst sem linað gæti þjáningar almennings og fyrirtækja á Íslandi. Nagandi óvissa, dag eftir dag, tviræð svör, engin svör, en svo kemur þetta eins og rennandi skita yfir landslýð. "Gríðarlega" merkilegum áfanga náð í að hemja hrun efnahagskerfisins. Stjórmálamennirnir hafa komið sér saman um hverjir eigi að gegna lykilstöðum í ríkisbönkunum! Með sama áframhaldi munu flokkarnir sennilega átta sig á alvöru þrenginganna um mitt næsta ár og í framhaldi af því skipa í þverpólitíska umræðuhópa sem munu síðan skila áliti 2009 og út frá þeim tillögum sennilega skipa starfshópa og nefndir sem skila eiga áliti 2010 sem síðan skipa nefndir sem eiga að taka á vandanum og skila áliti eða niðurstöðum árið 2011! Burt með spillingarliðið! sama hvar í flokki það finnst. Hægri vinstri virðist engu máli skipta er kemur að niðurröðun embætta í bönkum. Pólitík er ömurlegasta tík sem um getur og á Íslandi er hún þvílik tík að engu lagi er líkt.  .....otinn bara að horfa upp á þetta!! 
mbl.is Ný bankaráð skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já Halldór...... þetta er aumt.  Mér líður eiginlega verst með það að fá ekki að vita skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.  Líður eins og örfáir einstaklingar telji sig hafa umboð til að ráðstafa Íslandi að vild.  Það er slæm tilfinning. 

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að almenningur á Íslandi virðist loks hafa gert sér grein fyrir spillingunni...... og það er vel.  Þá er hægt að fara að taka til.

Anna Einarsdóttir, 8.11.2008 kl. 01:37

2 Smámynd: Axel Guðmundsson

Þekkir almenningur ekki bara toppinn á spillingarjakanum?

Axel Guðmundsson, 8.11.2008 kl. 02:14

3 Smámynd: Brattur

Halldór... á ekkert að tuða meira? Af nógu er að taka... nú er góssentíð... annars skil ég ekkert í því hvað mig langar mikið í rauðvín þegar ég heimsæki þessa síðu...

Auf Wiedersehen bitte...

Brattur, 10.11.2008 kl. 22:18

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Halldór! Nú er ég sammála - þetta er auma ástandið!!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.11.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband