"Nóa-Kropp vísitalan"

Það verður ekki sagt um Tuðarann að hann hafi í gegnum árin verið nógu meðvitaður um verðlag á matvöru hér á landi. Sá hluti tilverunnar hefur fram að þessu verið lagður í hendur framkvæmdastjóra heimilisins, enda hún mun séðari í þessum efnum. Kvikyndið hefur reyndar fengið að keyra innkaupakerruna og yfirleitt borga, en þar hefur líka framkvæmdarstjórinn dregið línuna. Ein vara hefur þó verið Tuðaranum hugleikinn um langan tíma, enda eitt af fáu sem hann fær að velja einn og óstuddur, þegar verslað er í Bónus. Þar er um að ræða 400 gramma poka af Nóa-Kroppi sem maulað er með góðri list að lokinni versluninni. Um langa hríð hefur verð á þessu guðdómlega nammi verið 398 krónur í Bónus. Í verslunarferð dagsins kom hins vegar í ljós að verðið er orðið hvorki meira né minna en 458 krónur og lá við að Tuðarakvikyndið bakkað grátandi út á götu aftur. Sextíu kall, bara sí svona. Þetta er tvímælalaust rakið merki um að það eru krísutímar framundan og ljóst að Tuðarinn verður að finna sér eitthvað billegara að maula hér eftir. Getur einhver bent á ódýrara "maulerí" að lokinni verslunarferð? Ef allt annað hækkar í sama hlutfalli og Nóa Kroppið í Bónus, er illt í efni. Það var hundfúll Tuðari sem kjagaði út úr Bónus í dag með matvörur helgarinnar. Sit nú heima og naga "Eigin-Kropp", þ.e. neglur.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Nú á krepputímum fer maðrur saddur að heiman...gengur um verslunina með breitt bak... spennir magavöðvana.. spennir rassvöðvana... tekur lítil skref..... og ef allt gengur að óskum þá brennir maður nokkrum kaloríum í leiðinni.........og alls ekki gleyma að brosa.... helst allan hringinn...

Fanney Björg Karlsdóttir, 26.10.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: Brattur

... Halldór 200 gr. poki af Nóa Kroppi er ódýrari lausn á þessu vandamáli... svo þú getur tekið gleði þína aftur...

Þetta var hollráð frá greiningadeild Bratts...

Brattur, 26.10.2008 kl. 16:40

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

..... svo skaltu stöðva við hvert hilluhorn og faðma eitthvern! Ekki endilega ættingja eða vin!

Hrönn Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég þarf að fara að fylla á Nóa súkkulaði rúsínu lagerinn hjá mér.............. ég fer bara í neglurnar líka.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.10.2008 kl. 00:50

5 Smámynd: Karl Tómasson

Þetta var góð og þarfleg lesning fyrir mig Halldór. Það er víðar en á þínu heimili mikil síki í Nóakropp.

Er ekki hagvæmara að kaupa bara í framtíðinni Kókópopps?

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Tungunni.

Karl Tómasson, 27.10.2008 kl. 10:18

6 Smámynd: persóna

Voðalegt kroppatal er þetta, það er þó betra en krepputal.

persóna, 29.10.2008 kl. 15:42

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.10.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband