28.3.2008 | 14:21
Mótmæla við bensínstöðvar líka!!!
Mótmæli vöru og flutningabílstjóra í gær og í dag hafa mælst misvel fyrir hjá fólki. Þeir eru ekki eingöngu að mótmæla háu eldsneytisverði, heldur einnig því að ríkið stendur ekki við sinn hluta er kemur að hvíldarstöðvum og öðru vítt og breitt um landið. Það er vel til fundið að mínu mati að vekja athygli á þessu með þessum hætti, þó sjálfsagt fari þetta í taugarnar á mörgum. Það sem ég myndi hins vegar vilja sjá í framhaldinu eru mótmæli við eldsneytis og höfuðstöðvar olíufélaganna. Eru allir búnir að gleyma samráði þessara félaga eða hvað??? Þessi félög hækka bara og hækka verðið, en það mótmælir enginn við þau!!!!! Hvernig væri að velgja þeim aðeins undir uggum, bílstjórar góðir með mótmælasamráði? Eiga olíusamráðsfélögin kannski bara að fá að fljóta þegjandi og hljóðalaust í gegnum þessa krísu, eins og stjórnmálamennirnir, sem komast upp með allan fjandan, án nokkurra eftirmála.
Vegi lokað við Rauðavatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekkert að því að mótmæla.
Halla Rut , 28.3.2008 kl. 20:57
Jú auðvitað á að loka þeim öllum og í dag föstudag átti auðvitað að loka hafnarsvæðunum og fara svo með nokkur malarhlöss í göturnar hjá Árna Matt, Geir H og olíufurstunum.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.3.2008 kl. 22:38
Mér fannst þetta frábært framtak hjá þeim. Þeir hefðu átt að láta vita af þessu fyrirfram til að lögregla og sjúkraflutningalið væri undir þetta búin. Og kannski mótmæla frekar við Alþingishusið heldur en þar sem þeir voru.
Marta B Helgadóttir, 29.3.2008 kl. 21:54
Marta! Ef að 112 virkar þá vita þau allt um þetta á fyrstu tveimur mínutunum og það eru slökkvi og sjúkrabílar í Árbæ, Skógarhlíð og Hafnarfirði svo þetta er ekkert mál og hvað er lögreglan að hugsa hvernig væri að fá gæsluþyrluna í loftið á meðan þetta stendur yfir og lóðsa hugsanlega sjúkraflutninga.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.3.2008 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.