17.3.2008 | 03:21
Ég fordæmi þennan fávitahátt!!!!!
"Erindum sinnt ef tími er til"
Lögreglan í Reykjavík hefur sett A4-blað við dyrasíma við dyrnar vestanmegin á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem stendur: Hringið dyrasíma". Í staðinn fyrir sólarhringsopnun í móttöku sem áður var í lögreglustöðinni geta menn nú hringt bjöllunni ef þá vantar lögregluaðstoð.
Það hringir hér inni hjá okkur og við förum fram ef við heyrum í bjöllunni og höfum tíma til að sinna því. Það er ekki föst vakt á þessum dyrasíma," segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík. Fólk kemur hingað til okkar allan sólarhringinn í alls kyns erindagjörðum. Við reynum að sinna því eins og hægt er," segir hann.
Fyrir sameiningu lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu var sólarhringsopnun á þremur stöðum; í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Í Reykjavík var maður í afgreiðslunni og sinnti þeim sem komu að stöðinni eða vísaði þeim annað. Nú er þetta gjörbreytt í öllum sveitarfélögunum þremur. Varðstjórinn, sem alltaf var á vakt í Hafnarfirði, er nú farinn að vinna á bíl, í Kópavogi er lokað á kvöldin og í Reykjavík er sem sagt hægt að hringja á dyrabjöllunni. Þar er engin móttaka nema frá átta til fjögur alla virka daga.
Á virkum dögum verða menn að fara í aðalinnganginn í austurhluta hússins ef þá vantar lögregluaðstoð en eftir klukkan fjögur verða þeir að koma til okkar og hringja dyrasímanum sem er í anddyrinu," segir Gunnar. - ghs"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Facebook
Athugasemdir
Minnir á lögreglustöðina í Garðabæ. Þar er lokað um helgar, einsog í fatahreinsuninni! Loka klukkan 17.00 á föstudögum, opna aftur klukkann 8.00 á mánudögum!
Auðun Gíslason, 17.3.2008 kl. 03:29
Hverjir ráða hér ríkjum?
Gleður mig að það ríki líf á þessarri bloggsíðu.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.3.2008 kl. 08:50
Góður læknir fyrir Vestan sagðist hafa stytt opnunartímann hjá sér, og heilsufar fólks hefði lagast verulega við það.
Kannski er Lögreglan að athuga hvort fólk verður ekki meira sjálfbjarga og löghlýðnara ef opnunartími er styttur.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.3.2008 kl. 12:59
Því miður er það svo úti á landi, að þótt hringt sé á lögregluna og beðið um aðstoð, því verið sé að berja mann og hóta honum lífláti, þá þekki ég dæmi þess að svör lögreglunnar séu á þá leið, að hún sé upptekin við annað. Það virkar næstum eins og happadrætti hvort lögreglan geti komið þegar hennar er þörf.
Svona eiga hlutirnir auðvitað alls ekki að vera.
Anna Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 17:20
Ég hringdi einu sinni á lögregluna á Akranesi vegna áreksrar tveggja bíla fyrir utan heimilið mitt, lögreglan tók niður upplýsingar og sagði svo að lögreglan væri rétt fyrir utan Akranes í erindagjörðum og tæki einhverja stund að koma.
Ég fór út aftur að athuga með bílstjórana sem báðir voru konur og í nettu áfalli, sérstaklega önnur sem var ófrísk (það vissi ég ekki þegar ég hljóp inn til að hringja) eftir að hafa át við hana nokkur orð varð að samkomulagi að ég snaraðis út á vinnustað hennar rétt hjá og sækti einn vinnufélagann, þá var ég búin að hringja aftur á lögguna. Svo kom vinnufélaginn og hún hringdi tví-þrívegis og við vorum við það að gefast upp. Löggan kom svo seint um síðir, í ekki stærri bæ en þetta. Þetta atvik kenndi mér það, að hringja ekki oftar í lögguna bara í neyðarlínuna 112. Þar er þjónustan og þeir finna út úr hvar löggan er og hafa beint samband og geta líka talað við fólk í síma sem er úr jafnvægi.
Edda Agnarsdóttir, 18.3.2008 kl. 10:43
Ég sem skattgreiðandi í þessu landi krefst þess að fjárveiting til lögregluembættisins verði aukin.
Maður skilur ekki forgangsröðina hjá yfirvöldum í dag. Það er dregið saman hjá lögreglu,tollinum og heilbrigðisstéttinni. Hvernig væri að sleppa því að byggja nýtt háskólatæknisjúkrahús. Notum þá peninga og borgum fólki almennileg laun. Eigum við ekki háskólasjúkrahús ?
Landsmenn þurfa að láta heyra í sér.
Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 18.3.2008 kl. 15:00
Ásdís Sigurðardóttir, 18.3.2008 kl. 22:24
Ætli einkavæðing standi fyrir dyrum ?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.3.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.