Gamli Staði Gráni.

Þá höfum við það. Það þykir ekkert tiltökumál að ráðast á lögreglumenn að störfum. 60 dagar upp á vatn og brauð, ef hann fer í grjótið. Í þessu tilfelli hefði ruddinn þó hærri laun þessa 60 daga við hegningarvinnu, en hann hefði að öllu jöfnu í heimalandi sínu fyrir venjulega vinnu. Er nema von að þetta hyski flykkist til landsins. Stjórnmálamenn, dómskerfið og sífelldur niðurskurður og grandaleysi er að gera land okkar að einhverju eftirsóttasta glæpaskeri í gervallri Evrópu. Það sem kannski hefur ekki komið mikið til tals í þessari umræðu er það að ALLIR þessir ruddar eiga sakaferil í heimalandinu Litháen en eru hér á landi samt sem áður! Undirstrikar enn og aftur aumingjahátt yfirvalda undanfarin "gósenár". Ætla ekki að úthrópa þennan dóm, en finnst hann óneitanlega undarlegur. Ef ég er barinn í buff og get ekki séð framan í gerandann, en allt bendir til að hann hafi framið verknaðinn og vitni til staðar, er tómt mál að tala um að kæra og fá hann sakfelldan. Er það ekki einmitt "the bottom line" í þessu máli? Brotamaðurinn nýtur alltaf vafans, samanber harmleikinn í Keflavík fyrir síðustu jól. Brotamaður er brotamaður hvaðan svo sem úr heiminum hann kemur. Saklaus uns sekt er sönnuð er að sjálfsögðu undirstaðan í réttarkerfinu, en óneitanlega veltir maður því fyrir sér hvort það ætti í einhverjum tilfellum að vera á hinn veginn. Vonandi að svo verði þó aldrei, en til þess þurfa dómstólar líka að rífa sig upp á rassgatinu og fara að dæma eins og lagaramminn gefur þeim vald til.

 Dómskerfið er svifaseint og lúið og lúrir aftur í fornöld, meðan heimurinn breytist. Stjórmálamenn sjá ekki hvað er að gerast, enda gulltryggðir í vinnu 4 ár í senn og á eftirlaunum sem þeir ættu að skammast sín fyrir. Eftirlaunin sennilega ein af meginástæðum þessa doða sem virðist hafa heltekið flestalla pólitíkusa á Íslandi í dag. Staurblindar kerfistruntur sem eru staðari en Gráni gamli sem ég átti eitt sinn. Vék aldrei af stalli og bæði meig, skeit, át og að lokum drapst í sömu stíunni, eftir að hann var tekinn á hús.

Er nema von að maður tuði.Angry


mbl.is Einn dæmdur og tveir sýknaðir af ákæru fyrir árás á lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... þetta var hressileg gusa... eins og maður hefði staðið í stafni gamals rússnesk togara með norðangarrann í andlitið... mjög frískandi... og ég er alveg sammála þér í þessu máli, kæri Tuðari...

Brattur, 12.3.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Mummi Guð

Dómurinn var skilorðsbundinn, þannig að sá sem var dæmdur sekur þarf ekki sitja inni fyrir að koma nokkrum löggum á spítala.

Mummi Guð, 12.3.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það var þá hesturinn þinn sem fékk viðurnefnið gamli sorrý Gráni.   Ekki vissi ég það.  Greyið.

Anna Einarsdóttir, 12.3.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Takk fyrir ábendinguna Mummi G. Búinn að lagfæra aðeins textann skv. þessu.

Halldór Egill Guðnason, 13.3.2008 kl. 00:50

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Brattur  minn, já það er ekki laust við að norðan garrinn mæti manni beint í smettið, að þurfa að lesa um svona dauðans dellu.

Anna mín, já hann Gráni minn var nú ekkert venjulegur þverhaus. Gott ef hann er ekki ennþá í stíunni! Fyrirmynd nútíma stjórnmálamanna og annara kerfistruntna.

Halldór Egill Guðnason, 13.3.2008 kl. 00:53

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ekki sammála þér að öllu leiti, finnst það vera hlutverk Dómsstóla að dæma, og ekki hlutverk Lögreglumanna að móðgast alltaf eins og prímadonnur, í hvert skipti sem Héraðsdómur gerir ekki eins og Valdsstjórnin vill.

Lögreglan er ekki Ríki í Ríkinu, enn sem komið er, og ef sannanir liggja ekki fyrir um sekt, skiptir tilfinningalíf lögreglumanna engu máli.

En mér finnst einkennilegt, algert virðingarleysi Lögreglu fyrir Héraðsdóm, og það segja mér mest.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.3.2008 kl. 10:23

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ASNAR

Ásdís Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 22:59

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Lögreglan er ekki valdstjórnin Þorsteinn. Lögreglan eru menn að störfum í okkar þágu til varnar óþjóðalýð af öllum sortum, okkur til varnar. Þegar svo er komið að hver sem er getur ráðist á verndara okkar án teljandi refsingar, er ekki nema von að einhver láti í sér heyra.

Halldór Egill Guðnason, 14.3.2008 kl. 01:48

9 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ef borin er saman Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu og á Landsbyggðinni, mætti halda að um tvær aðskildar stéttir væri að ræða, svo mikill er munurinn á gæðum samskipta.

Mín skoðun er sú, að endurskoða þurfi starfsaðferðir Lögreglunar á Höfuðborgarsvæðinu frá grunni, áður en verr fer.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.3.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband