9.3.2008 | 23:23
Fjárveitingavald á launaskrá glæpalýðs?
Niðurskurður á útgjöldum til lögreglu að undanförnu hefur gert það að verkum að maður fer að leyfa sér að efast um heilindi pólitíkusana sem þessum málaflokki stjórna. Er ástand þessara mála þannig í dag að það sé við hæfi að skera niður fjárveitingar til varnar auknum eiturlyfjainnflutningi og annari vá er að okkur steðjar? Eiga steingeldar fjárhagsáætlanir ríkiskarla, sem enga viðmiðun virðast hafa við raunveruleikann, að gera það að verkum að hér opnist hver gáttin á fætur annari til aukinna glæpa og ofbeldisverka? Hver borgar þessu raunveruleikafyrrta fólki eiginlega laun? Eru rekstraráætlanaráðgjafar ríkisins á einhverjum vafasömum lyfjum? Raunhæfar rekstraráætlanir virðast vera "tabú" í ríkisrekstrinum og það er með hreinum ólíkindum að Björn Bjarnarson og fleiri skuli telja það eðlilegt að með stórauknum fjölda innflytjenda, fleiri ferðamönnum auk meiri ferðalaga okkar sjálfra, sé hægt að skera niður allt sem að eftirliti og löggæslu lýtur. Í hvaða veröld lifir þetta pólitíska "utanþjóðfélags" fólk eiginlega? Er nema von að maður láti sér detta aðra eins dellu í hug og þá, að þeir sem svona haga sér, séu á launaskrá vafasamra aðila?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.3.2008 kl. 00:57 | Facebook
Athugasemdir
Eins og þú bendir á er þessi niðurskurður blátt áfram tortryggilegur. Allar aðstæður sýnast vera á þann veg að þessi málaflokkur sé nú þegar fjársveltur.
Árni Gunnarsson, 9.3.2008 kl. 23:55
Nær að taka upp verðlaun fyrir árangur í starfi hjá Lög og Tollgæslu
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.3.2008 kl. 00:33
Heilindi eru að hverfa úr íslensku mannlífi.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 16:16
Mitt álit er, að menn forgangsraða heldur undarlega í fjármálum ríkisins þessi síðustu ár.
Heill og hamingja almennings er líklega orðið að aukaatriði.
Anna Einarsdóttir, 10.3.2008 kl. 17:14
Ja skiptir þetta nokkru máli úr því að við náðum ekki takmarkinu ,,fíkniefnalaust Ísland 200X ,,
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.3.2008 kl. 19:29
Hvað er Björn hættur í löggunni?
Edda Agnarsdóttir, 10.3.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.