5.3.2008 | 23:37
"Magnað" Kastljós.
Kastljós kvöldsins var dulítið spes. Einhver hafði breytt auglýsingu Hillary Clinton í algeran hroða, en umræðan hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þáttarstjórnandi og viðmælendur héldu eftir besta megni andlitinu, en þátturinn var það sem eftir lifði hálf vandræðalegur, enda viðmælendum og þáttarstjórnanda brugðið við delluna sem skellt var á skjáinn. Hvernig stendur annars á því að þessi makalausa "dubbaða" auglýsing komst fyrir almannasjónir? Hvers konar fréttastofa er fréttastofa RÚV ef svona nokkuð getur gerst? Innskot auglýsingarinnar sem sýnd var í Kastljósinu í kvöld er ekkert annað en stórskandall og setur fréttastofuna á lægsta mögulega plan. Það er ekki spurning hvort, heldur hve margir verða látnir taka pokann sinn. Þetta er maður skikkaður til að borga fyrir! Vænti þess að RÚV byðjist opinberlega afsökunar á þessari uppákomu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2008 kl. 11:38 | Facebook
Athugasemdir
Þessu hefði ég aldrei trúað nema að hafa farið á ruv.is og skoðað þetta, ég trúi ekki öðru en að einhver hausinn fái að fjúka.
FLÓTTAMAÐURINN, 6.3.2008 kl. 00:11
RÚV sjónvarp, og þá sérstaklega fréttastofann er búin að vera í frjálsu falli niður af trúverðugleika klettinum, síðustu mánuði.
Mætti halda að fréttastofan væri haldin sjáleiðingarhvöt.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.3.2008 kl. 10:15
Það sem mér fannst skrýtnast var að hún fékk að rúlla eins og tæknimenn væru fjarverandi.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.3.2008 kl. 13:12
Fremur óþægileg upplifun - varð orðlaus - algjört virðingarleysi.
Edda Agnarsdóttir, 7.3.2008 kl. 14:17
Sko, nú verður þú bara að gjöra svo vel og gera vart við þig á hverjum degi góði, maður fær snert af áhyggjum ef að dagar líða án þess að maður verði var - við þig.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.3.2008 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.