Hetjurnar mínar.

Nú er slétt vika liðin síðan ég geispaði golunni um stund. Var reyndar ekki dauður nema í skamma stund, en nóg til þess samt að geta talist hafa farið yfir móðuna miklu, svona með annan fótinn að minnsta kosti. Man ekki til þess að hafa séð mikið ljós eða neitt þess háttar, en það er hins vegar allt annað mál. Sem betur fer var mér kippt aftur til lífsins og er reyndar orðinn það vel lifandi aftur að sennilega er ekki langt að bíða að frekara tuð sé væntanlegt á markaðinn í bloggheimum. Einungis spurning um að finna sér verðugt efni að tuða um. Af nógu virðist af að taka.

Það sem vildi mér til lífs, þegar ég hné niður fyrir viku síðan, var að konan mín og yngri sonur voru heima og gátu í sameiningu barið og blásið í mig lífi, þar til sjúkraliðar tóku við og komu mér undir læknishendur. Að ofansögðu má ljóst vera að allt gekk upp og hér er ég enn "hérna megin" tilverunnar. Ef til vill ekki eins ferskur og fyrr, en engu að síður að verða tuðfær á ný. Það sannaðist vel í þessu uppistandi hve mikilvægt það er hverjum manni og konu að kunna skil á því hvað gera skal á raunastund og kunna skil á hjáp í viðlögum. Hjartahnoð og blástursaðferðin er eitthvað sem allir ættu að kunna skil á. Konu minni og yngri syni á ég líf mitt að launa í orðsins fyllstu merkingu og það er ekki laust við að Tuðarinn hafi öðlast dýpri skilning á því, hvað það er sem mestu máli skiptir í einu stykki af lífi. Að eiga svona hetjur að, er ekki öllum mönnum auðið. Að eiga fjölskyldu sem þessa, er þvílíkt happ, að vandséð er hversu mikils meira maður getur óskað sér frekar. Takk hetjurnar mínar. Takk allir sem hafa aðstoðað og hjálpað.

Allir á námskeið í skyndihjálp!    

Skemmir heldur ekki að hætta að reykja í leiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Halldór...... í alvöru ?    Vá hvað við erum fegin hvað þú átt frábæra að.  Orðlaus !!!

Anna Einarsdóttir, 1.3.2008 kl. 00:45

2 identicon

Brá þegar ég las þessa færslu. Ég er ekki hissa að lífið líti svolítið öðruvísi út en það gerði áður. Sýnist að fjölskyldan þín eigi skyldið skyndihjálparverðlaun ársins. Sendi þér baráttu- og batakveðjur. Við bíðum spennt eftir meira tuði....

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 08:39

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Gott að halda þér hérnamegin, veit ekki um neinn miðils bloggara.

En án gríns, til hamingju með lífið.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.3.2008 kl. 10:50

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hjartanlega velkomin til baka...og til hamingju með lífið ......

Fanney Björg Karlsdóttir, 1.3.2008 kl. 11:03

5 identicon

Elsku þið bæði, Dóri og Erla, þetta er svakalegt að heyra, en Guði sé lof fyrir að allt fór vel. Kærar kveðjur frá mér og hún Binna biður líka innilega að heilsa ykkur. 

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 15:10

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott að allt fór betur en á horfði!! Til hamingju

Hrönn Sigurðardóttir, 1.3.2008 kl. 17:44

7 Smámynd: Brattur

kæri vinur... gott hvað allt fór vel hjá þér... stundum koma þær stundir í lífinu að maður metur hvern dag, hverja klukkustund, hverja mínútu og hverja sekúndu, meira en maður hefur áður gert... og notar þær og nýtur betur en áður... góðan bata kæri yfir-tuðari...

Brattur, 1.3.2008 kl. 20:36

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Vissi að þú varst veikur, þar sem Strunnzan þín kommenteraði á síðunni þinni og óskaði þér skjótum bata.  En ég vissi ekki að þú hefðir verið dauðveikur. 

Þökkum Drottni og biðjum þess að þú megir lengi lifa, njóta afastrákanna þinni og ekki síst eiginkonu og barna.Bible 2

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.3.2008 kl. 22:46

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Velkominn til baka, þó að ég viti svo sem ekki hvoru meginn betra er að vera, en býst þó við að fólkið þitt vilji hafa þig hérna meginn.

Það er nú heila málið, hver eru svo hin raunverulegu gildi sem við ættum að sinna og það mikið meira, frekar en að vera sífelt að skipta um útihurðir til þess eins að vera með flottustu útihurðina í götunni og ég tek undir þetta með skyndihjálparnámskeiðin og að fara svo afur eftir einhver ár til viðhalds.

Enn er hvítvín ekki í lagi?

Óska þér góðs bata.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.3.2008 kl. 13:36

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Svo annað tuðarinn þinn þarna, það er ekki hefð fyrir því að bloggarar fari fyrirvaralaust svo láttu vita næst með fatahreinsunnarfyrirvara í það minnsta.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.3.2008 kl. 13:38

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku kallinn minn, þvílíkt og annað eins. Eins gott að þú varst ekki einhversstaðar einn.  Haltu áfram að láta þér batna og farðu varlega plís.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 3.3.2008 kl. 23:06

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Óskaplega sem þú hræddir úr manni líftóruna ...við þennan lestur elsku kallinn. Til hamingju með fjölskylduna þína, heilsuna og heppnina Tuðari kær.

Góðan bata.  

Marta B Helgadóttir, 4.3.2008 kl. 00:57

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég á ekki til orð! Og hvað ertu í straffi? Kemst þú ekki í Rommý?

Kær kveðja til fjölskyldu þinnar og njóttu lífsins!

Edda Agnarsdóttir, 5.3.2008 kl. 16:20

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég bind nú vonir við að þú komist í rommý ef þú hefur lífgjafann með Halldór.  Við viljum endilega fá hana í hópinn. 

Anna Einarsdóttir, 5.3.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband