28.1.2008 | 22:51
"Mc Donald´s Diploma"?
"Hvaða menntun hefur þú vinur/vina?" "Jú, ég er með gagnfræðapróf frá Mc Donalds".
Hvort er Tuðarinn gjörsamlega að missa sig, veröldin að verða kolgeggjuð, eða þetta bara sjálfsagt mál? Gagnfræðapróf frá Mc Donalds? Er síðan ætlast til þess að einhver taki þetta alvarlega, ha? "Ígildi gagnfræðaprófs"! Besta mál, eða hitt þó heldur. Verið að gefa það í skyn að með því að moka kransæðakýtti í pappaöskjur og leggja hormónablandað, hveitijukksdrýgt beljukjöt á milli tveggja örþunnra brauðlaga með tómatsósu, "pikkles", súrri gúrku og lauk, sé ekki lengur þörf á að fara í skóla. Bara snarast í vinnu hjá "Makka Dóna" og framtíðin blasir við! Hver fjandinn á að hvetja ungt fólk til mennta, ef þetta er framtíðin? Gordon Brown meira að segja farinn að mæra þennan andskota! Svosem ekkert skrýtið, eða þannig. Var það ekki Davíð Oddsson sem klippti á borðann hjá Makka hér á skerinu á sínum tíma? Ég skal nú barasta segja ykkur það! Heimskan tekur á sig ýmsar myndir. Ég segi nú ekki annað
Prófskírteini frá McDonalds | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ÉG mundi nú ekki segja frá svona prófskírteini.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 22:56
... er það bara ekki SS pylsugráða næst... hann náði prófinu, en var reyndar í basli með sinnepið...
Brattur, 28.1.2008 kl. 22:58
Skyldi Þorgerður Katrín vita af þessu?
Nú þurfa krakkarnir ekki einusinni að mæta í skólan til að taka próf, bara hanga á McDonalds og þeir útskrifa svo mannskapinn (vonandi) einn góðan veðurdag
Marta B Helgadóttir, 28.1.2008 kl. 23:01
ég gæti vel stutt diplómur frá KFC eða Dominos, en McDonalds er hreinn hroðbjóður. ég byði ekki kettinum mínum upp á slíkt. svo á ég heldur engan kött.
Brjánn Guðjónsson, 29.1.2008 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.