14.1.2008 | 19:45
Skroppinn til Kína.
Þá er komið að því. Tuðarinn á leið til Kína í fyrramálið í "smá" skreppitúr. Keflavík, London, Shanghai, Ding Dong eitthvað, já eða Zhousang. Hátt í hálfur sólarhringur sem tapast á leiðinni út. Ætli maður eldist þá hraðar, eða er það öfugt? Hummmm. Verður hátt í 36 tíma sólarhringur á leiðinni til baka. Hlýtur að vinda ofan af skekkjunni á leiðinni út, eða hvað? Hætt við að tuðið geti orðið svolítið beltaskipt og öfugsnúið við heimkomuna næsta mánudag. Líklega best að gera bara pásu á röflinu í manni, þar til tímamunsþreytan er um garð gengin. Held upp á afmælið mitt í Kína næsta fimmtudag og verður gríðarleg flugeldasýning af því tilefni...nei bara að plata. Altso með flugeldasýninguna, en afmælið er alveg satt. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja gleðja Tuðarann á þessum merku tímamótum, er bent á gestabókin. Einnig er hægt að leggja inn á reikning no.., nei annars, það þarf ekki. Á alveg nóg.
Verður sennilega hljótt um kvikyndið fram í næstu viku, svo ég sendi bara öllum, nær og fjær, mínar bestu kveðjur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góða ferð! og til hamingju með að vera steingeit! ( þær eru náttúrulega laaaaaaaaaaaaaaaaangbestar )
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 14.1.2008 kl. 20:32
Hrikalega bið ég vel að heilsa Ching Chong og til hamingju með afmælið 17 nk.
Hlakka til að heyra tuðið í þér við heimkomu!!
Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 20:33
Ok. Hrönn er búin að gefa upp daginn svo ég ætti að muna þetta. Farðu varlega í Ding Dong, ábyggilega spennandi borg, þú kemur út á sléttu með ferðalagið, fram og til baka. Komdu bara heill heim,
Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 21:03
Til haaaaaaaaaamingju ljúfurinn,
komdu heill heim
Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.1.2008 kl. 21:35
... til hamingju með afmælið Halldór... á ekki að spila smá ping pong í Kína?
Brattur, 14.1.2008 kl. 22:45
Hvað er svo maðurinn gamall?
Haaa ég heyri ekki... hvað ertu gamall????
Annars til hamingju með ammó - bið að heilsa Huldu.
Edda Agnarsdóttir, 15.1.2008 kl. 00:05
Góða ferð og skilaðu kveðju.
Til hamingju með ammælið.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.1.2008 kl. 00:38
Edda? Eigum við að giska á heilan tugx fjórir eða fimm.?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.1.2008 kl. 14:30
Hafðu það gott í Kína......
..... og svo segi ég eins og unglingarnir...."Til hammó með ammó"
Fanney Björg Karlsdóttir, 15.1.2008 kl. 22:14
Fæddir er á heilum tug, það er heila málið.
Ekki verður annað séð, að sopið hafi hann kálið
Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.1.2008 kl. 09:03
Við biðjum að heilsa öllum í Kína, mæli samt ekki með handabandi.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.1.2008 kl. 09:17
Til hamingju með daginn!
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 17.1.2008 kl. 09:34
Til hamingju með daginn elskan mín. Við blásum á kerti fyrir þig í dag.
Söknum þín.
Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 17.1.2008 kl. 12:08
Hjartanlega til hamingju með daginn í dag.
Vonandi vinnur Ísland Svíþjóð til heiðurs þér en ekki þeim sem verða sextugir í dag.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.1.2008 kl. 14:11
Ert þú hann????
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.1.2008 kl. 17:11
Til hamingju með afmælið...
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 19:29
Innilega til hamingju með daginn í dag vona að það sé gaman hjá þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 19:41
Innilega til hamingju með afmælið og njóttu ferðarinnar.
Marta B Helgadóttir, 17.1.2008 kl. 23:42
Takk fyrir góðar óskir öll sömul Hvað er þetta annars með "Ert þú hann"? Kem alveg frá Kína hérna.
Halldór Egill Guðnason, 23.1.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.