Dottinn "íða".

Af engri sérstakri ástæðu tók Tuðarinn sig til í dag og kvöld og sennilega langt fram á nótt, ef fer sem horfir, að lesa bók. Já bók. Eina bók. Ljóð þó aðallega. Steinn Steinarr, Páll Vídalín, Bólu Hjálmar, Davíð Stefánsson, Þorsteinn Erlingsson, Einar Ben........og fleiri, ásamt því að grúska í því hvenær þessi og hinn væri fæddur. Allt í sömu bókinni.

Forlög koma ofan að,

örlög kringum sveima,

álögin úr ýmsum stað,

en ólög fæðast heima.

Páll Vídalín.

Hef verið að handleika bók sem heitir "Afmælisdagar". Þar er hverjum þeim er í heimsókn kemur í okkar bæ, já eða hús...ok, gert að rita nafn sitt við afmælisdag sinn. Við hvern dag er sett ljóð og afmælisbörn dagsins rita nafn og fæðingarár. Bókin var gefin út 1944 af bókaútgáfunni Huginn. Ljóðunum og kvæðunum safnaði Ragnar Jóhannesson cand.mag. og teikningar eru eftir Tryggva Magnússon. Bókina prýða síðan ljóð og vers ýmissa skálda og snillinga með hverjum degi. Eitt vers eða ljóð á hverri síðu. Finnst að einhver eigi að gefa eitthvað svipað út, ekki seinna en strax svo halda megi þessu að öllum gestum, sem sækja vini og vandamenn heim. Vona bara að Tuðarinn sleppi sér ekki alveg í ljóðaprentuninni á blogginu sínu, en við lestur sumra þessara perlna, er bara ekki annað hægt en að dæla þeim áfram, ef ske kynni að einhver hefði ekki séð þær áður.Wink  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta ljóð er snilld eins og svo margt annað eftir Pál. Ljóðin eru það besta meðal sem hægt er að fá ef sambandið næst!

Takk fyrir Halldór.

Edda Agnarsdóttir, 13.1.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Brattur

... maður getur gleymt sér í lestri á fallegum ljóðum... og sofnað svo vært á eftir...

Brattur, 13.1.2008 kl. 01:04

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Enginn svefn er betri en gott ljóð". Held ég hafi bara dottið á eitthvað merkilegt hérna...

Halldór Egill Guðnason, 13.1.2008 kl. 01:24

4 Smámynd: Brattur

... vel mælt Halldór... þegar ég les ljóð, þá eru það oftar en ekki ljóð eftir gömlu "karlana"... t.d. finnst mér nafni þinn Laxness rosalega flott ljóðskáld... "Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak sem tafðir þú hjá mér"...  þetta gerist ekki flottara...

Brattur, 13.1.2008 kl. 01:33

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ég fer bara að gráta Brattur. Að hugsa sér, að einhver skuli sjá ástæðu til að "tefja" lífsins hlaup með mér.........

Halldór Egill Guðnason, 13.1.2008 kl. 01:58

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er allt í lagi fyrir þig að gráta Halldór.  Ef ég man rétt, ert þú hvort eð er grátandi fram að páskum, út af ljóði sem Brattur birti fyrir nokkru síðan.  Gráttu bara tvöfalt.... það sér enginn muninn. 

Anna Einarsdóttir, 13.1.2008 kl. 02:02

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Grenjandi fram á vor, en...

Túnið og teigurinn  fagna

þeim týndu,sem koma heim,

og það er ódáinsilmur,

sem angar á móti þeim.

Þá hlýnar um hjartarætur,

er heyrir þú fólksins mál,

því þú ert blóð af þess blóði

og brot.......af landsins sál.

Davíð Stefánsson.

Halldór Egill Guðnason, 13.1.2008 kl. 02:35

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þessi færsla hjá þér.... já og hugrenningarnar eru frábærar.... svei mér ... ef maður smitast ekki bara....... .... ég hef nú svo sem ekki verið neinn sérstakur ljóðaunnandi...og þó.... dottið í´ða stöku sinnum þegar maður dettur oná góða bók......

Fanney Björg Karlsdóttir, 13.1.2008 kl. 09:08

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta er athyglivert !  Ekki vissi ég að ljóð væru betri ef maður væri oná bókinni. 

Anna Einarsdóttir, 13.1.2008 kl. 11:55

10 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þú ættir að prófa Anna..... þetta er algjör snilld.... ég komst að þessu fyrir einskæra tilviljun....

Fanney Björg Karlsdóttir, 13.1.2008 kl. 12:33

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er sko ekkert öðruvísi....þetta svínvirkar ! 

Anna Einarsdóttir, 13.1.2008 kl. 13:47

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef aldrei skilið hvað það er svo sérstakt við ljóð og það hefur farið afskaplega í pirrurnar á einum bróðir mínum og kennara mínum í barnaskóla. Þessi bláa hundleiðinlega ljóðabók, ég fæ grænar (ef bróðir minn les þetta þá lemur hann mig þegar ég kem til Íslands næst

Einn daginn fékk kennari minn nóg og sagði ef þú lærir ekki eitt ljóð þessa viku, þá þarftu ekki að koma í skólann. Ég lærði eitt ljóð og ég get ekki hætt að muna eftir því:

Yfir kaldan eiði sand,
einn um nóttu sveima.

nú er horfið norðurland,
nú á ég hvergi heima.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.1.2008 kl. 16:23

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ELSKA ljóð.  Davíð er í fyrsta sæti og svo hver snillingurinn á fætur öðrum eftir það. Skólaljóðin (blá bókin) sem við lærðum úr í den var lesin nær upp til agna hjá mér en ég á leifarnar ennþá.  Ljóð eru sko bara snilld og sjá hvernig þeir/þær leika sér með orðin og fella saman í heildstæða runu er bara snilld. Gott að detta í ljóð.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 17:18

14 Smámynd: Karl Tómasson

Háa skilur hnetti

himingeimur,

blað skilur bakka og egg;

en anda sem unnast

fær aldregi

eilífð að skilið.

Með bestu kveðju úr Kvosinni.

Karl Tómasson, 14.1.2008 kl. 00:20

15 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Til hamingju með afmælið, kæri bloggvinur með tattoo.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.1.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband