9.1.2008 | 01:54
Djöfulsins hávaði!
Tuðarinn reynir yfirleitt að fylgjast með fréttum í sjónvarpi og stendur oft sjálfan sig að því að skipta yfir á RÚV eftir að fréttum Stöðvar 2 lýkur á kvöldin. Léttruglaður, en svona er þetta bara. Ekkert við þessu að gera. Kann því best að fréttatímarnir líði áfram á vel mæltu máli, þokkalega tilhafðir þulir og myndefni í bland. Þetta eru jú sjónvarpsfréttir. Rólegheitatími, svona yfirleitt. Tuðarinn þolir illa auglýsingahlé á fréttatímum og vill því tuða feitt um eina auglýsingu sem bylur yfir hann á Stöð 2, með þvílíkum andskotans hávaða og djöfulgangi, að liggur við að soðningin frussist yfir viðstadda. Þetta eru auglýsingar sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar, þar sem verið er að auglýsa boltarásir þær sem boðið er uppá og annað efni. Greinilegt að þessi fjandans auglýsing er send út á mun meiri hljóðstyrk en annað efni. Þar sem fjarstýringin við sjónvarpið í eldhúsinu virkar ekki, æðir Tuðarinn krossbölvandi og hálfpartinn gargandi af bræði á fætur, í hvert sinn sem auglýsingin hefst. Með hamsatólgina út á kinn og sjúklegan glampa í augunum skransar hann á "einari" fram hjá eldavélinni og ísskápnum og borðinu sem amma átti og teygir sig í tækið uppi á vegg til að lækka í þessum öskurapa sem gargar og gólar sem fársjúkur væri, við undirleik stórkórs og fílharmoníusveitar. Að minnsta kosti 6 metra ferðalag, hvorki meira né minna, takk fyrir. Er engin leið að auglýsa fótbolta og aðra íþróttaviðburði öðru vísi en með þessum djöfulsins látum? Ég bara spyr, ha. Neyðist sennilega til að hætta alveg að horfa á fréttir Stöðvar 2, sýnist mér. Barasta meika þetta ekki lengur. Ætla ekki að kaupa áskrift að Sýn, svo mikið er víst. Ætti kannski að spá í rafhlöður í fjarstýringarfjandann, svo tólgin storkni ekki alltaf á soðningunni.....hummm.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Facebook
Athugasemdir
ahahahaha.... hef fulla samúð með þér...... en get ekki varist brosi þar sem ég sé þig í anda með hamsann um allt andlit...... froðufellandi yfir ósköpunum......... en ég held samt að þeir verði að augýsa ósköpin með þessum hætti.... það eru jú frekar tregir einstaklingar sem fylgjast með fótbolta þannig að skilaboðin þurfa að vera skýr....
Fanney Björg Karlsdóttir, 9.1.2008 kl. 21:21
Fanney Bj. hvað meinarðu ?
Júbb, fáðu þér battery, þessi hraða hreyfing á meðan matast er getur ekki verið holl.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.1.2008 kl. 21:36
... hehehe... góður Halldór, bið að heilsa "einari"...
Brattur, 9.1.2008 kl. 21:44
Það margir margt með "einari" fá þér rafhlöður, mæli með því svo þú brjótir þig ekki á þessum hlaupum, gætir runnið til í hömsunum og brotið þig á fæti og þá yrðir þú á "einari" ansi lengi. Fótbolta auglýsingar eru leiðinlegar, fótboltinn er í lagi.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 22:15
Högni.... úps........ nú var ég kanski einum of.....enda kanski ekki allveg heiðarleg hvað þetta varðar.... þar sem ég hef jú gaman af hvers konar boltaíþróttum..... en kannski upplifi ég sjálfa mig sem dultítið tregan einstakling....
Fanney Björg Karlsdóttir, 10.1.2008 kl. 11:03
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.1.2008 kl. 23:13
Ææ hvað ég skil þig - en skil ekki skransið og hamsana, það er löngu úrelt fyribrigði vegna óhollustu!
Edda Agnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.