Fyrsta færsla tuðara 2008

Gleðilegt árið öll saman, nær og fjær. Búinn að þenja hljóðhimnuna inn að innsta heilahveli og hárið fullt af púðurögnum. Hrikalegt brjálæði er þetta annars, allt þetta fírverkerí. Verð samt alltaf eins og ofvirkur krakkaskítur sitt hvoru megin við miðnættið og moka jafnvel barnabörnunum frá til að sýna þeim dásemdir flugeldanna. Svona er nú grunnt á stráknum í manni, en það er bara hið besta mál. Hugga mig við ég er að styrkja gott málefni Whistling ...eða þannig. Björgunarsveitirnar þurfa jú sitt.Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Elsku Halldór tuðari, gleðilegt ár og takk fyrir ánægjuleg bloggkynni á árinu 2007 ásamt skákkennslunni!

 Fór ekkert út horfði á allt í gegn um rúðu !  Í fyrsta skiptið í mínum búskap var ekki einu sinni keypt stjörnuljós

Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 01:01

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

"Ofvirkur krakka skítur"  góður þessi, vona þá að þú verðir líka ofvirkur á blogginu.  Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 01:24

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

..."moka jafnvel barnabörnunum frá" 

Marta B Helgadóttir, 1.1.2008 kl. 01:53

4 identicon

Gleðilegt ár Tuði minn.. skjáumst hress á því næsta

Björg F (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 02:40

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gleðilegt ár og takk fyrir það gammla.

Það er voðalegt hvernig þessi áramót fara með okkur, ég þekki þessa upplifun þína, ætli sé hægt að finna einhvern stað til að geyma þá sem eru fyrir manni á meðan þessi ósköp ganga yfir svo við getum athafnað okkur almennilega til bjargar bjögunnarsveitunum - það er eitt vandamál, ég sé það núna, þá vantar afsökunina fyrir innkaupunum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.1.2008 kl. 21:24

6 Smámynd: Brattur

... um að gera að passa upp á strákinn í sjálfum sér... og leyfa honum að njóta sín af og til, annars verðum við bara kallar fyrir aldur fram, gamli

Brattur, 1.1.2008 kl. 23:47

7 Smámynd: Halla Rut

Gleðilegt ár! "boys will be boys"

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 11:55

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Með skóflu þá????????

Gleðilegt og gæfuríkt ár óska ég þér og þínum,

þakka tuðið á liðnu bloggári.  hlakka til að hitta þig aftur.


Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.1.2008 kl. 14:57

9 Smámynd: Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Vertu bara rólegur, þetta er ekki allt búið. Þrettándinn er eftir

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 2.1.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband